Í sama skóla og James Bond 11. júlí 2007 01:30 Heiða Rún segir fyrirsætustörf á Indlandi hafa hjálpað sér í inntökuprófum í leiklistarskóla. Fyrirsætan Heiða Rún Sigurðardóttir komst á dögunum inn í leiklistarskólann Drama Centre London en hann er hluti af hinum virta Saint Martins College of Art and Design. Það er hægara sagt en gert að fá inngöngu í Drama Centre því skólinn þykir meðal þeirra fimm bestu í leiklistarborginni London. Tvö þúsund manns sækja um á ári hverju en aðeins þrjátíu þeirra komast að. Heiða Rún Sigurðardóttir hefur ekki mikla reynslu af leiklist en segir fyrirsætustörf sín á Indlandi hafa komið að gagni þegar kom að inntökuprófunum. „Ég er búin að starfa sem fyrirsæta í Bombay síðan ég var 18 ára. Þar var ég svo heppin að fá að leika töluvert í bæði auglýsingum og tónlistarmyndböndum. Þess vegna hef ég verið töluvert fyrir framan myndavélar auk þess sem ég hef dansað á sviði frá því ég var krakki,“ segir Heiða en hún gekk í bæði Jassballettskóla Báru og Íslenska listdansskólann. „Í prufunum þurftum við að fara með tvær einræður til að byrja með. Annars vegar úr Shakespeare og hins vegar úr nútímaleikriti að eigin vali.“ Þegar Heiða kom í prufurnar voru dómararnir þegar búnir að bjóða 21 umsækjanda námsvist. „Mér datt ekki í hug að ég ætti möguleika enda voru bara níu pláss eftir, þar af örfá fyrir stelpur. Svo fékk ég bara símtal eftir tvo daga þar sem þeir buðu mér pláss,“ segir Heiða. Kynjahlutföll þeirra þrjátíu sem komast inn í skólann eru ekki jöfn því skólinn veitir helmingi fleiri strákum inngöngu en stelpum. „Þjálfunin í skólanum er klassísk og mikið byggð upp á leikritum eftir Shakespeare og ýmis rússnesk skáld,“ segir Heiða þegar hún er innt eftir því hvernig standi á þessu ójafnvægi milli kynja. „Í þessum verkum eru kvenhlutverk af skornum skammti. Þess vegna taka þeir færri stelpur inn, einfaldlega til þess að þær þurfi ekki að eyða náminu í að leika karlhlutverk.“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er eini Íslendingurinn sem numið hefur leiklist við Saint Martins en skólinn hefur einnig útskrifað stórstjörnur á borð við Paul Bettany, Colin Firth og James Bond-leikarann Pierce Brosnan. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Fyrirsætan Heiða Rún Sigurðardóttir komst á dögunum inn í leiklistarskólann Drama Centre London en hann er hluti af hinum virta Saint Martins College of Art and Design. Það er hægara sagt en gert að fá inngöngu í Drama Centre því skólinn þykir meðal þeirra fimm bestu í leiklistarborginni London. Tvö þúsund manns sækja um á ári hverju en aðeins þrjátíu þeirra komast að. Heiða Rún Sigurðardóttir hefur ekki mikla reynslu af leiklist en segir fyrirsætustörf sín á Indlandi hafa komið að gagni þegar kom að inntökuprófunum. „Ég er búin að starfa sem fyrirsæta í Bombay síðan ég var 18 ára. Þar var ég svo heppin að fá að leika töluvert í bæði auglýsingum og tónlistarmyndböndum. Þess vegna hef ég verið töluvert fyrir framan myndavélar auk þess sem ég hef dansað á sviði frá því ég var krakki,“ segir Heiða en hún gekk í bæði Jassballettskóla Báru og Íslenska listdansskólann. „Í prufunum þurftum við að fara með tvær einræður til að byrja með. Annars vegar úr Shakespeare og hins vegar úr nútímaleikriti að eigin vali.“ Þegar Heiða kom í prufurnar voru dómararnir þegar búnir að bjóða 21 umsækjanda námsvist. „Mér datt ekki í hug að ég ætti möguleika enda voru bara níu pláss eftir, þar af örfá fyrir stelpur. Svo fékk ég bara símtal eftir tvo daga þar sem þeir buðu mér pláss,“ segir Heiða. Kynjahlutföll þeirra þrjátíu sem komast inn í skólann eru ekki jöfn því skólinn veitir helmingi fleiri strákum inngöngu en stelpum. „Þjálfunin í skólanum er klassísk og mikið byggð upp á leikritum eftir Shakespeare og ýmis rússnesk skáld,“ segir Heiða þegar hún er innt eftir því hvernig standi á þessu ójafnvægi milli kynja. „Í þessum verkum eru kvenhlutverk af skornum skammti. Þess vegna taka þeir færri stelpur inn, einfaldlega til þess að þær þurfi ekki að eyða náminu í að leika karlhlutverk.“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er eini Íslendingurinn sem numið hefur leiklist við Saint Martins en skólinn hefur einnig útskrifað stórstjörnur á borð við Paul Bettany, Colin Firth og James Bond-leikarann Pierce Brosnan.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning