Dularfullur Abrams 12. júlí 2007 06:00 Cruise og JJ. Framleiðandinn hefur haldið áhorfendum í heljargreipum eftir stutt myndbrot sem birtist á undan Transformers. Kvikmyndaframleiðandinn JJ Abrams hefur haldið bandarískum stórmyndaaðdáendum í heljargreipum eftir frumsýningu Transformers. Á undan myndinni hefur mátt sjá myndbrot úr kvikmynd sem gekk í fyrstu undir vinnuheitinu Cloverfield án þess að það sé upplýst einhvern tímann á sýningarferlinum. Á imdb.com hefur verið greint frá því að myndin verði byggð upp á myndbrotum New York–búa sem verða fyrir árás einhvers konar skrímsla. Málið er allt hið dularfyllsta og Abrams hefur hingað til neitað að tjá sig um málið, en fengið fína auglýsingu enda sló Transformers rækilega í gegn um síðastliðna helgi. Og áhuginn hefur verið slíkur á þessu myndbroti, það þykir reyndar æði kræsilegt, að væntanlega verður þessarar ónefndu myndar beðið með mikilli óþreyju. Empire Online tók málið upp á sína arma og greindi frá því að framleiðandinn stórtæki hefði opnað tvær heimasíður, aðra undir heitinu ethanhaaswasright.com og hina undir ethanhaaswaswrong.com. Abrams hafði síðan samband við vefsíðuna og útskýrði þar að þessar heimasíður ættu ekkert skylt við myndina sem nú hafði fengið nafnið 1.18.08 en vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um málið. Aðdáendur Abrams hefðu hins vegar ekki átt að láta þessa hegðun hans koma sér á óvart því framleiðandinn er eins og mörgum ætti að vera kunnugt skapari sjónvarpsþáttanna Lost eða Lífsháska þar sem ekkert er eins og það sýnist og söguþráðurinn flóknari en elsta sápuópera. Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn JJ Abrams hefur haldið bandarískum stórmyndaaðdáendum í heljargreipum eftir frumsýningu Transformers. Á undan myndinni hefur mátt sjá myndbrot úr kvikmynd sem gekk í fyrstu undir vinnuheitinu Cloverfield án þess að það sé upplýst einhvern tímann á sýningarferlinum. Á imdb.com hefur verið greint frá því að myndin verði byggð upp á myndbrotum New York–búa sem verða fyrir árás einhvers konar skrímsla. Málið er allt hið dularfyllsta og Abrams hefur hingað til neitað að tjá sig um málið, en fengið fína auglýsingu enda sló Transformers rækilega í gegn um síðastliðna helgi. Og áhuginn hefur verið slíkur á þessu myndbroti, það þykir reyndar æði kræsilegt, að væntanlega verður þessarar ónefndu myndar beðið með mikilli óþreyju. Empire Online tók málið upp á sína arma og greindi frá því að framleiðandinn stórtæki hefði opnað tvær heimasíður, aðra undir heitinu ethanhaaswasright.com og hina undir ethanhaaswaswrong.com. Abrams hafði síðan samband við vefsíðuna og útskýrði þar að þessar heimasíður ættu ekkert skylt við myndina sem nú hafði fengið nafnið 1.18.08 en vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um málið. Aðdáendur Abrams hefðu hins vegar ekki átt að láta þessa hegðun hans koma sér á óvart því framleiðandinn er eins og mörgum ætti að vera kunnugt skapari sjónvarpsþáttanna Lost eða Lífsháska þar sem ekkert er eins og það sýnist og söguþráðurinn flóknari en elsta sápuópera.
Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira