Foreldrar geti fylgst með börnum sínum 18. júlí 2007 02:45 Með nýjum gervihnattasímum má fylgjast með staðsetningu vina og fjölskyldumeðlima. Með nýjum GPS-farsímum geta foreldrar fylgst með staðsetningu barna sinna. Þetta segir Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri íslenska fyrirtækisins Trackwell. Fyrirtækið hefur þróað eftirlitsforrit frá árinu 1996. „Upp á síðkastið hefur þessi GPS-tækni orðið vinsæl og nú eru komnir símar sem eru bæði farsímar og GPS-tæki,“ segir Jón Ingi. GPS-tæknin nýtir fjölda gervihnatta á sporbaug um jörðina til að finna staðsetningu þeirra hluta eða fólks sem fylgst er með. Trackwell hefur hannað hugbúnað sem býður fólki upp á að fylgjast með öðrum með aðstoð farsímans síns. Fyrirtækið hefur selt kerfið til símafyrirtækis í Ástralíu, en að sögn Jóns Inga hefur tæknin ekki náð fótfestu hingað til. Með tilkomu GPS-farsíma verði tæknilegi hlutinn auðveldari. „Þetta hefur verið rætt hjá aðstandendum Alzheimers-sjúklinga og fólks með Downs-heilkenni. En einhver þarf að borga þetta,“ segir Jón Ingi. „Við ræddum þetta og mér finnst voða spennandi að skoða þetta,“ segir María Th. Jónsdóttir, formaður Alzheimerfélagsins. „Ef fólk með Alzheimer getur vanist því að ganga með öryggistæki eru meiri líkur á að það geti haldið því áfram þegar það verður mjög gleymið,“ segir María. Með forritinu MyBuddy Tracker býður Trackwell upp á að unglingar geti fundið staðsetningu vina sinna og gert þeim þar með auðveldara að hittast og eiga samskipti. Forritið MyChild Tracker gerir foreldrum kleift að fylgjast með ferðum barnsins. „Þú getur sett inn að klukkan níu eigi barnið þitt að vera komið í skólann. Ef það vantar í skólann færðu send smáskilaboð. Og ef barnið fer úr hverfinu færðu skilaboð.“ Foreldrar þurfa jafnframt að samþykkja ef barn vill leyfa öðrum en þeim að fylgjast með sér. „En ef barn slekkur á kerfinu eru foreldrarnir látnir vita,“ segir Jón Ingi. Vísindi Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Með nýjum GPS-farsímum geta foreldrar fylgst með staðsetningu barna sinna. Þetta segir Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri íslenska fyrirtækisins Trackwell. Fyrirtækið hefur þróað eftirlitsforrit frá árinu 1996. „Upp á síðkastið hefur þessi GPS-tækni orðið vinsæl og nú eru komnir símar sem eru bæði farsímar og GPS-tæki,“ segir Jón Ingi. GPS-tæknin nýtir fjölda gervihnatta á sporbaug um jörðina til að finna staðsetningu þeirra hluta eða fólks sem fylgst er með. Trackwell hefur hannað hugbúnað sem býður fólki upp á að fylgjast með öðrum með aðstoð farsímans síns. Fyrirtækið hefur selt kerfið til símafyrirtækis í Ástralíu, en að sögn Jóns Inga hefur tæknin ekki náð fótfestu hingað til. Með tilkomu GPS-farsíma verði tæknilegi hlutinn auðveldari. „Þetta hefur verið rætt hjá aðstandendum Alzheimers-sjúklinga og fólks með Downs-heilkenni. En einhver þarf að borga þetta,“ segir Jón Ingi. „Við ræddum þetta og mér finnst voða spennandi að skoða þetta,“ segir María Th. Jónsdóttir, formaður Alzheimerfélagsins. „Ef fólk með Alzheimer getur vanist því að ganga með öryggistæki eru meiri líkur á að það geti haldið því áfram þegar það verður mjög gleymið,“ segir María. Með forritinu MyBuddy Tracker býður Trackwell upp á að unglingar geti fundið staðsetningu vina sinna og gert þeim þar með auðveldara að hittast og eiga samskipti. Forritið MyChild Tracker gerir foreldrum kleift að fylgjast með ferðum barnsins. „Þú getur sett inn að klukkan níu eigi barnið þitt að vera komið í skólann. Ef það vantar í skólann færðu send smáskilaboð. Og ef barnið fer úr hverfinu færðu skilaboð.“ Foreldrar þurfa jafnframt að samþykkja ef barn vill leyfa öðrum en þeim að fylgjast með sér. „En ef barn slekkur á kerfinu eru foreldrarnir látnir vita,“ segir Jón Ingi.
Vísindi Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira