Ólýsanleg tilfinning að geta hlaupið og hoppað að nýju eftir 12 ára bið 22. júlí 2007 10:30 Alma Ýr missti neðan af báðum fótum aðeins 17 ára gömul. Hún segist þakklát Össuri fyrir tækifærið til þess að gera hluti sem mörgum finnst sjálfsagðir en eru það í raun ekki. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er alveg ótrúleg og í raun ólýsanleg tilfinning að vita að maður getur hlaupið aftur," segir Alma Ýr Ingólfsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Sjóvá, en hún var ein þeirra fimm íslensku stoðtækjanotenda sem fengu háþróaða hlaupafætur að gjöf frá Össuri hf. fyrir tveimur vikum. Alma var aðeins 17 ára gömul þegar hún fékk heilahimnubólgu og blóðsýkingu í kjölfar hennar. Það leiddi meðal annars til þess að hún missti framan af fingrum og báðum fótleggjum. Síðan eru liðin tæplega 12 ár. Alma er sú eina af fimmmenningunum sem þarf að nota tvo hlaupafætur og hún segir vikurnar tvær að mestu leyti hafa farið í að læra að halda jafnvægi á þeim. „Þetta er allt að koma. Ég reyni að vera dugleg að æfa mig að standa á fótunum og ná jafnvægi. Ég get bara hlaupið stutt enn þá, engar alvöru vegalengdir. Aðalatriðið er að ná jafnvæginu góðu og byggja svo á þeim grunni." Tryggingastofnun greiðir ekki fyrir tæki til íþróttaiðkana en fulltrúar stofnunarinnar voru viðstaddir afhendinguna. Lárus Gunnsteinsson hjá Össuri sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir skömmu að fulltrúarnir hefðu sýnt fótunum mikinn áhuga enda væri ljóst að aflimun yki hættu á sykursýki og æðasjúkdómum vegna þess að hreyfing einstaklinganna minnkaði í kjölfarið. Alma segir að hún hafi vitað af tækninni í þónokkurn tíma en að fjárhagurinn hefði ekki leyft slíka fjárfestingu. „Mig hefur alltaf langað til þess að eignast svona. Ég hitti bæði hjólreiðamann og hlaupara frá Bandaríkjunum fyrir 11 árum. Þeir voru báðir að nota svona fætur en eins og staðan er hefði ég ekki getað keypt þá sjálf." Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius var einnig viðstaddur þegar fæturnir voru afhentir. Hann missti báða fætur neðan við hné aðeins 11 mánaða gamall en þökk sé hlaupafótum á hann í dag raunhæfa möguleika á að keppa á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. „Nei, ég hef nú ekki sett mér svo háleit markmið. Það hljóta að vera einhver aldurstakmörk á leikana," segir Alma og hlær þegar hún er innt eftir því hvort hún hyggist ekki feta í fótspor Oscars. „Markmiðið er bara að geta notað þetta almennilega. Geta hlaupið og gert sömu hluti og maður gat áður, þó ekki væri nema einfalda hluti eins og að taka þátt í leikjum og hoppa. Ég hef ekki getað það í 12 ár og það var mögnuð tilfinning að hoppa allt í einu aftur eftir allan þennan tíma. Ég er mjög þakklát Össuri fyrir að gefa okkur færi á að gera hluti sem öllum finnast sjálfsagðir en eru það í raun alls ekki." Vísindi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
„Það er alveg ótrúleg og í raun ólýsanleg tilfinning að vita að maður getur hlaupið aftur," segir Alma Ýr Ingólfsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Sjóvá, en hún var ein þeirra fimm íslensku stoðtækjanotenda sem fengu háþróaða hlaupafætur að gjöf frá Össuri hf. fyrir tveimur vikum. Alma var aðeins 17 ára gömul þegar hún fékk heilahimnubólgu og blóðsýkingu í kjölfar hennar. Það leiddi meðal annars til þess að hún missti framan af fingrum og báðum fótleggjum. Síðan eru liðin tæplega 12 ár. Alma er sú eina af fimmmenningunum sem þarf að nota tvo hlaupafætur og hún segir vikurnar tvær að mestu leyti hafa farið í að læra að halda jafnvægi á þeim. „Þetta er allt að koma. Ég reyni að vera dugleg að æfa mig að standa á fótunum og ná jafnvægi. Ég get bara hlaupið stutt enn þá, engar alvöru vegalengdir. Aðalatriðið er að ná jafnvæginu góðu og byggja svo á þeim grunni." Tryggingastofnun greiðir ekki fyrir tæki til íþróttaiðkana en fulltrúar stofnunarinnar voru viðstaddir afhendinguna. Lárus Gunnsteinsson hjá Össuri sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir skömmu að fulltrúarnir hefðu sýnt fótunum mikinn áhuga enda væri ljóst að aflimun yki hættu á sykursýki og æðasjúkdómum vegna þess að hreyfing einstaklinganna minnkaði í kjölfarið. Alma segir að hún hafi vitað af tækninni í þónokkurn tíma en að fjárhagurinn hefði ekki leyft slíka fjárfestingu. „Mig hefur alltaf langað til þess að eignast svona. Ég hitti bæði hjólreiðamann og hlaupara frá Bandaríkjunum fyrir 11 árum. Þeir voru báðir að nota svona fætur en eins og staðan er hefði ég ekki getað keypt þá sjálf." Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius var einnig viðstaddur þegar fæturnir voru afhentir. Hann missti báða fætur neðan við hné aðeins 11 mánaða gamall en þökk sé hlaupafótum á hann í dag raunhæfa möguleika á að keppa á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. „Nei, ég hef nú ekki sett mér svo háleit markmið. Það hljóta að vera einhver aldurstakmörk á leikana," segir Alma og hlær þegar hún er innt eftir því hvort hún hyggist ekki feta í fótspor Oscars. „Markmiðið er bara að geta notað þetta almennilega. Geta hlaupið og gert sömu hluti og maður gat áður, þó ekki væri nema einfalda hluti eins og að taka þátt í leikjum og hoppa. Ég hef ekki getað það í 12 ár og það var mögnuð tilfinning að hoppa allt í einu aftur eftir allan þennan tíma. Ég er mjög þakklát Össuri fyrir að gefa okkur færi á að gera hluti sem öllum finnast sjálfsagðir en eru það í raun alls ekki."
Vísindi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira