Ingmar Bergman er látinn 31. júlí 2007 03:30 Sænski leikstjórinn og rithöfundurinn Ingmar Bergman lést á heimili sínu á eyjunni Faro í Svíþjóð í gærmorgun. Hann var 89 ára að aldri. Bergman var þekktasta andlit sænskrar kvikmyndagerðar og leikhúslífs og dáður af kvikmyndagerðarfólki um heim allan. Hann var tilnefndur til níu Óskarsverðlauna, og unnu myndir hans þrisvar sinnum til verðlauna fyrir bestu erlendu kvikmyndina. Á meðal þekktustu mynda hans eru Sjöunda innsiglið, Fanny og Alexander og Vetrarljós.AfkastamikillBergman fæddist í Uppsölum árið 1918. Faðir hans var prestur, en móðir hans hjúkrunarkona af yfirstétt. Bergman stundaði nám í bókmenntafræði við Háskólann í Stokkhólmi frá 1937-1940 en fékk fljótlega mikinn áhuga á leiklist, og síðar kvikmyndagerð. 1944 varð Bergman yngsti leikhússtjóri Svíþjóðar, þegar hann tók við starfi í Borgarleikhúsi Helsingjaborgar. Sama ár var kvikmyndin Hets frumsýnd. Þar skrifaði Bergman fyrsta kvikmyndahandrit sitt, en Alf Sjöberg leikstýrði. Í febrúar 1945 leit Kris dagsins ljós, en það er fyrsta myndin sem Bergman leikstýrði. Á ferli sínum leikstýrði Bergman yfir fjörutíu kvikmyndum og fjölda sjónvarpsmynda og leikuppsetninga, auk þess að skrifa handrit og bækur. Af öllum kvikmyndum sínum var Bergman sjálfur ánægðastur með Vetrarljós, Persona og Cries and Whispers, þó að hann segði í viðtali árið 2004 að hann gæti ekki lengur horft á myndir sínar og yrði „þunglyndur" af því.ÞjóðarsorgSvíar syrgðu Bergman í gær og heiðruðu minningu helsta frömuðar kvikmyndagerðar þar í landi. Forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt skrifaði í gær að það væri erfitt að fá yfirsýn yfir gífurlegt framlag hans til sænskrar, og erlendrar, kvikmyndagerðarlistar. „Verk hans eru ódauðleg," skrifaði Reinfeldt, sem sagðist jafnframt vona að arfleifð Bergmans myndi halda áfram að dafna. Woody Allen syrgði jafnframt vin sinn, en hann hefur margoft sagt Bergman vera mikla fyrirmynd. „Hann er væntanlega merkilegasti kvikmyndagerðarmaðurinn, í öllum flokkum, síðan að myndavélin var fundin upp," sagði Allen um Bergman, í tilefni af sjötíu ára afmæli Bergmans árið 1988. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Sænski leikstjórinn og rithöfundurinn Ingmar Bergman lést á heimili sínu á eyjunni Faro í Svíþjóð í gærmorgun. Hann var 89 ára að aldri. Bergman var þekktasta andlit sænskrar kvikmyndagerðar og leikhúslífs og dáður af kvikmyndagerðarfólki um heim allan. Hann var tilnefndur til níu Óskarsverðlauna, og unnu myndir hans þrisvar sinnum til verðlauna fyrir bestu erlendu kvikmyndina. Á meðal þekktustu mynda hans eru Sjöunda innsiglið, Fanny og Alexander og Vetrarljós.AfkastamikillBergman fæddist í Uppsölum árið 1918. Faðir hans var prestur, en móðir hans hjúkrunarkona af yfirstétt. Bergman stundaði nám í bókmenntafræði við Háskólann í Stokkhólmi frá 1937-1940 en fékk fljótlega mikinn áhuga á leiklist, og síðar kvikmyndagerð. 1944 varð Bergman yngsti leikhússtjóri Svíþjóðar, þegar hann tók við starfi í Borgarleikhúsi Helsingjaborgar. Sama ár var kvikmyndin Hets frumsýnd. Þar skrifaði Bergman fyrsta kvikmyndahandrit sitt, en Alf Sjöberg leikstýrði. Í febrúar 1945 leit Kris dagsins ljós, en það er fyrsta myndin sem Bergman leikstýrði. Á ferli sínum leikstýrði Bergman yfir fjörutíu kvikmyndum og fjölda sjónvarpsmynda og leikuppsetninga, auk þess að skrifa handrit og bækur. Af öllum kvikmyndum sínum var Bergman sjálfur ánægðastur með Vetrarljós, Persona og Cries and Whispers, þó að hann segði í viðtali árið 2004 að hann gæti ekki lengur horft á myndir sínar og yrði „þunglyndur" af því.ÞjóðarsorgSvíar syrgðu Bergman í gær og heiðruðu minningu helsta frömuðar kvikmyndagerðar þar í landi. Forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt skrifaði í gær að það væri erfitt að fá yfirsýn yfir gífurlegt framlag hans til sænskrar, og erlendrar, kvikmyndagerðarlistar. „Verk hans eru ódauðleg," skrifaði Reinfeldt, sem sagðist jafnframt vona að arfleifð Bergmans myndi halda áfram að dafna. Woody Allen syrgði jafnframt vin sinn, en hann hefur margoft sagt Bergman vera mikla fyrirmynd. „Hann er væntanlega merkilegasti kvikmyndagerðarmaðurinn, í öllum flokkum, síðan að myndavélin var fundin upp," sagði Allen um Bergman, í tilefni af sjötíu ára afmæli Bergmans árið 1988.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira