Ingmar Bergman er látinn 31. júlí 2007 03:30 Sænski leikstjórinn og rithöfundurinn Ingmar Bergman lést á heimili sínu á eyjunni Faro í Svíþjóð í gærmorgun. Hann var 89 ára að aldri. Bergman var þekktasta andlit sænskrar kvikmyndagerðar og leikhúslífs og dáður af kvikmyndagerðarfólki um heim allan. Hann var tilnefndur til níu Óskarsverðlauna, og unnu myndir hans þrisvar sinnum til verðlauna fyrir bestu erlendu kvikmyndina. Á meðal þekktustu mynda hans eru Sjöunda innsiglið, Fanny og Alexander og Vetrarljós.AfkastamikillBergman fæddist í Uppsölum árið 1918. Faðir hans var prestur, en móðir hans hjúkrunarkona af yfirstétt. Bergman stundaði nám í bókmenntafræði við Háskólann í Stokkhólmi frá 1937-1940 en fékk fljótlega mikinn áhuga á leiklist, og síðar kvikmyndagerð. 1944 varð Bergman yngsti leikhússtjóri Svíþjóðar, þegar hann tók við starfi í Borgarleikhúsi Helsingjaborgar. Sama ár var kvikmyndin Hets frumsýnd. Þar skrifaði Bergman fyrsta kvikmyndahandrit sitt, en Alf Sjöberg leikstýrði. Í febrúar 1945 leit Kris dagsins ljós, en það er fyrsta myndin sem Bergman leikstýrði. Á ferli sínum leikstýrði Bergman yfir fjörutíu kvikmyndum og fjölda sjónvarpsmynda og leikuppsetninga, auk þess að skrifa handrit og bækur. Af öllum kvikmyndum sínum var Bergman sjálfur ánægðastur með Vetrarljós, Persona og Cries and Whispers, þó að hann segði í viðtali árið 2004 að hann gæti ekki lengur horft á myndir sínar og yrði „þunglyndur" af því.ÞjóðarsorgSvíar syrgðu Bergman í gær og heiðruðu minningu helsta frömuðar kvikmyndagerðar þar í landi. Forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt skrifaði í gær að það væri erfitt að fá yfirsýn yfir gífurlegt framlag hans til sænskrar, og erlendrar, kvikmyndagerðarlistar. „Verk hans eru ódauðleg," skrifaði Reinfeldt, sem sagðist jafnframt vona að arfleifð Bergmans myndi halda áfram að dafna. Woody Allen syrgði jafnframt vin sinn, en hann hefur margoft sagt Bergman vera mikla fyrirmynd. „Hann er væntanlega merkilegasti kvikmyndagerðarmaðurinn, í öllum flokkum, síðan að myndavélin var fundin upp," sagði Allen um Bergman, í tilefni af sjötíu ára afmæli Bergmans árið 1988. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Sænski leikstjórinn og rithöfundurinn Ingmar Bergman lést á heimili sínu á eyjunni Faro í Svíþjóð í gærmorgun. Hann var 89 ára að aldri. Bergman var þekktasta andlit sænskrar kvikmyndagerðar og leikhúslífs og dáður af kvikmyndagerðarfólki um heim allan. Hann var tilnefndur til níu Óskarsverðlauna, og unnu myndir hans þrisvar sinnum til verðlauna fyrir bestu erlendu kvikmyndina. Á meðal þekktustu mynda hans eru Sjöunda innsiglið, Fanny og Alexander og Vetrarljós.AfkastamikillBergman fæddist í Uppsölum árið 1918. Faðir hans var prestur, en móðir hans hjúkrunarkona af yfirstétt. Bergman stundaði nám í bókmenntafræði við Háskólann í Stokkhólmi frá 1937-1940 en fékk fljótlega mikinn áhuga á leiklist, og síðar kvikmyndagerð. 1944 varð Bergman yngsti leikhússtjóri Svíþjóðar, þegar hann tók við starfi í Borgarleikhúsi Helsingjaborgar. Sama ár var kvikmyndin Hets frumsýnd. Þar skrifaði Bergman fyrsta kvikmyndahandrit sitt, en Alf Sjöberg leikstýrði. Í febrúar 1945 leit Kris dagsins ljós, en það er fyrsta myndin sem Bergman leikstýrði. Á ferli sínum leikstýrði Bergman yfir fjörutíu kvikmyndum og fjölda sjónvarpsmynda og leikuppsetninga, auk þess að skrifa handrit og bækur. Af öllum kvikmyndum sínum var Bergman sjálfur ánægðastur með Vetrarljós, Persona og Cries and Whispers, þó að hann segði í viðtali árið 2004 að hann gæti ekki lengur horft á myndir sínar og yrði „þunglyndur" af því.ÞjóðarsorgSvíar syrgðu Bergman í gær og heiðruðu minningu helsta frömuðar kvikmyndagerðar þar í landi. Forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt skrifaði í gær að það væri erfitt að fá yfirsýn yfir gífurlegt framlag hans til sænskrar, og erlendrar, kvikmyndagerðarlistar. „Verk hans eru ódauðleg," skrifaði Reinfeldt, sem sagðist jafnframt vona að arfleifð Bergmans myndi halda áfram að dafna. Woody Allen syrgði jafnframt vin sinn, en hann hefur margoft sagt Bergman vera mikla fyrirmynd. „Hann er væntanlega merkilegasti kvikmyndagerðarmaðurinn, í öllum flokkum, síðan að myndavélin var fundin upp," sagði Allen um Bergman, í tilefni af sjötíu ára afmæli Bergmans árið 1988.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög