Stórmynd í uppnámi 10. ágúst 2007 06:45 Vinsæll spennusagnahöfundur með verk um Landið helga. Eitt stærsta verkefni í norrænum kvikmyndaiðnaði er í uppnámi. Norrænar sjónvarpsstöðvar réðust í það í fyrra að láta gera handrit eftir þríleik sænska rithöfundarins Jan Guillou um þátt norrænna manna í krossferðunum. Bækurnar um Árna Magnússon og ævintýri hans í landinu helga hafa notið mikilla vinsælda og verið þýddar víða, meðal annars hér á landi. Verkið er umfangsmikið og var upphafleg fjárhagsáætlun 170 miljónir sænskar eða ríflega 1.600 milljónir íslenskar. Áttu fyrir það að fást tvær kvikmyndir í fullri lengd auk sex þátta sjónvarpsseríu. Margir þekktir norrænir leikarar komu þar við sögu, þeirra þekktastir Mads Mikkelsen og Stellan Skarsgaard en tökum er lokið og var klipping að hefjast á mánudag. Þá kom babb í bátinn: sænska sjónvarpið sagði sig frá verkinu, þar á bæ væru menn ekki nægilega ánægðir með verkið. Aðrir norrænir sjónvarpsstjórar áttu ekki orð yfir samningssvikunum og töldu forsendur fyrir ákvörðun Svíanna veikar og af annarlegum toga. Í gær var greint frá því í norrænum blöðum að einkastöðin TV4 hefði áhuga á að koma inn í verkið. Heimildir Politiken segja misklíðina stafa af deilu um lengd sjónvarpsþáttanna og efnistök í þáttum í kvikmyndum séu og keimlík. Fyrirmyndin að þessari tvínotkun á hráefni var sótt í Fanny og Alexander Bergmans en endurnýting af þessu tagi þekkist víðar. Þannig mun Hrafn Gunnlaugsson nú vinna að endurklippingu á Hvíta víkingnum en þar var sami háttur hafður á. Tökur fóru fram í Marokkó, Skotlandi og Svíþjóð en leikstjóri verksins er Peter Flinth. Frumsýning á verkinu er áætluð í lok þessa árs og haustið 2008 og eftir það í sjónvarpi. Verkið hefur þegar verið selt til Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Finnlands og Þýskalands. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Eitt stærsta verkefni í norrænum kvikmyndaiðnaði er í uppnámi. Norrænar sjónvarpsstöðvar réðust í það í fyrra að láta gera handrit eftir þríleik sænska rithöfundarins Jan Guillou um þátt norrænna manna í krossferðunum. Bækurnar um Árna Magnússon og ævintýri hans í landinu helga hafa notið mikilla vinsælda og verið þýddar víða, meðal annars hér á landi. Verkið er umfangsmikið og var upphafleg fjárhagsáætlun 170 miljónir sænskar eða ríflega 1.600 milljónir íslenskar. Áttu fyrir það að fást tvær kvikmyndir í fullri lengd auk sex þátta sjónvarpsseríu. Margir þekktir norrænir leikarar komu þar við sögu, þeirra þekktastir Mads Mikkelsen og Stellan Skarsgaard en tökum er lokið og var klipping að hefjast á mánudag. Þá kom babb í bátinn: sænska sjónvarpið sagði sig frá verkinu, þar á bæ væru menn ekki nægilega ánægðir með verkið. Aðrir norrænir sjónvarpsstjórar áttu ekki orð yfir samningssvikunum og töldu forsendur fyrir ákvörðun Svíanna veikar og af annarlegum toga. Í gær var greint frá því í norrænum blöðum að einkastöðin TV4 hefði áhuga á að koma inn í verkið. Heimildir Politiken segja misklíðina stafa af deilu um lengd sjónvarpsþáttanna og efnistök í þáttum í kvikmyndum séu og keimlík. Fyrirmyndin að þessari tvínotkun á hráefni var sótt í Fanny og Alexander Bergmans en endurnýting af þessu tagi þekkist víðar. Þannig mun Hrafn Gunnlaugsson nú vinna að endurklippingu á Hvíta víkingnum en þar var sami háttur hafður á. Tökur fóru fram í Marokkó, Skotlandi og Svíþjóð en leikstjóri verksins er Peter Flinth. Frumsýning á verkinu er áætluð í lok þessa árs og haustið 2008 og eftir það í sjónvarpi. Verkið hefur þegar verið selt til Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Finnlands og Þýskalands.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira