Stórmynd í uppnámi 10. ágúst 2007 06:45 Vinsæll spennusagnahöfundur með verk um Landið helga. Eitt stærsta verkefni í norrænum kvikmyndaiðnaði er í uppnámi. Norrænar sjónvarpsstöðvar réðust í það í fyrra að láta gera handrit eftir þríleik sænska rithöfundarins Jan Guillou um þátt norrænna manna í krossferðunum. Bækurnar um Árna Magnússon og ævintýri hans í landinu helga hafa notið mikilla vinsælda og verið þýddar víða, meðal annars hér á landi. Verkið er umfangsmikið og var upphafleg fjárhagsáætlun 170 miljónir sænskar eða ríflega 1.600 milljónir íslenskar. Áttu fyrir það að fást tvær kvikmyndir í fullri lengd auk sex þátta sjónvarpsseríu. Margir þekktir norrænir leikarar komu þar við sögu, þeirra þekktastir Mads Mikkelsen og Stellan Skarsgaard en tökum er lokið og var klipping að hefjast á mánudag. Þá kom babb í bátinn: sænska sjónvarpið sagði sig frá verkinu, þar á bæ væru menn ekki nægilega ánægðir með verkið. Aðrir norrænir sjónvarpsstjórar áttu ekki orð yfir samningssvikunum og töldu forsendur fyrir ákvörðun Svíanna veikar og af annarlegum toga. Í gær var greint frá því í norrænum blöðum að einkastöðin TV4 hefði áhuga á að koma inn í verkið. Heimildir Politiken segja misklíðina stafa af deilu um lengd sjónvarpsþáttanna og efnistök í þáttum í kvikmyndum séu og keimlík. Fyrirmyndin að þessari tvínotkun á hráefni var sótt í Fanny og Alexander Bergmans en endurnýting af þessu tagi þekkist víðar. Þannig mun Hrafn Gunnlaugsson nú vinna að endurklippingu á Hvíta víkingnum en þar var sami háttur hafður á. Tökur fóru fram í Marokkó, Skotlandi og Svíþjóð en leikstjóri verksins er Peter Flinth. Frumsýning á verkinu er áætluð í lok þessa árs og haustið 2008 og eftir það í sjónvarpi. Verkið hefur þegar verið selt til Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Finnlands og Þýskalands. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Eitt stærsta verkefni í norrænum kvikmyndaiðnaði er í uppnámi. Norrænar sjónvarpsstöðvar réðust í það í fyrra að láta gera handrit eftir þríleik sænska rithöfundarins Jan Guillou um þátt norrænna manna í krossferðunum. Bækurnar um Árna Magnússon og ævintýri hans í landinu helga hafa notið mikilla vinsælda og verið þýddar víða, meðal annars hér á landi. Verkið er umfangsmikið og var upphafleg fjárhagsáætlun 170 miljónir sænskar eða ríflega 1.600 milljónir íslenskar. Áttu fyrir það að fást tvær kvikmyndir í fullri lengd auk sex þátta sjónvarpsseríu. Margir þekktir norrænir leikarar komu þar við sögu, þeirra þekktastir Mads Mikkelsen og Stellan Skarsgaard en tökum er lokið og var klipping að hefjast á mánudag. Þá kom babb í bátinn: sænska sjónvarpið sagði sig frá verkinu, þar á bæ væru menn ekki nægilega ánægðir með verkið. Aðrir norrænir sjónvarpsstjórar áttu ekki orð yfir samningssvikunum og töldu forsendur fyrir ákvörðun Svíanna veikar og af annarlegum toga. Í gær var greint frá því í norrænum blöðum að einkastöðin TV4 hefði áhuga á að koma inn í verkið. Heimildir Politiken segja misklíðina stafa af deilu um lengd sjónvarpsþáttanna og efnistök í þáttum í kvikmyndum séu og keimlík. Fyrirmyndin að þessari tvínotkun á hráefni var sótt í Fanny og Alexander Bergmans en endurnýting af þessu tagi þekkist víðar. Þannig mun Hrafn Gunnlaugsson nú vinna að endurklippingu á Hvíta víkingnum en þar var sami háttur hafður á. Tökur fóru fram í Marokkó, Skotlandi og Svíþjóð en leikstjóri verksins er Peter Flinth. Frumsýning á verkinu er áætluð í lok þessa árs og haustið 2008 og eftir það í sjónvarpi. Verkið hefur þegar verið selt til Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Finnlands og Þýskalands.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira