Draugar Milos Forman 10. ágúst 2007 00:30 Nýjasta mynd hans, Goya`s Ghost, verður meðal þeirra mynda sem sýndar verða á Bíódögum Græna ljóssins. Goya`s Ghost, nýjasta kvikmynd hins tékkneska Milos Forman, verður meðal kvikmynda á Bíódögum Græna ljóssins sem hefjast eftir tæpa viku. Myndin segir frá ævi spænska málarans Francisco Goya og er stjörnum prýdd en meðal leikara eru þau Natalie Portman og Javier Bardem auk Stellan Skarsgaard sem fer með hlutverk Goya. Sjö ár eru liðin síðan Milos sendi frá sér sína síðustu mynd, Man on the Moon, þar sem Jim Carrey fór hamförum í hlutverki bandaríska grínarans Andy Kaufman. Yfirleitt ríkir mikil spenna í kringum kvikmyndir Milos sem gerði meðal annars Gaukshreiðrið og Ríkið gegn Larry Flynt og má ljóst vera að aðdáendur Forman eiga eftir að bíða spenntir eftir nýjustu afurð hins aldna höfðingja. Græna ljósið tilkynnti í gær um fjórar aðrar kvikmyndir sem verða á dagskrá Bíódaga og þar ber ef til hæst hin vægast sagt umtalaða kvikmynd Shortbus sem olli töluverðri hneykslan þegar hún var sýnd á Cannes fyrir opinskáar kynlífssenur. Þá má einnig nefna Cocaine Cowboys en það er heimildarmynd um þá eiturlyfjabylgju sem skall á Miami við upphaf níunda áratugarins og varð síðar meir að fyrirmynd kvikmynda á borð við Scarface og Miami Vice. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Goya`s Ghost, nýjasta kvikmynd hins tékkneska Milos Forman, verður meðal kvikmynda á Bíódögum Græna ljóssins sem hefjast eftir tæpa viku. Myndin segir frá ævi spænska málarans Francisco Goya og er stjörnum prýdd en meðal leikara eru þau Natalie Portman og Javier Bardem auk Stellan Skarsgaard sem fer með hlutverk Goya. Sjö ár eru liðin síðan Milos sendi frá sér sína síðustu mynd, Man on the Moon, þar sem Jim Carrey fór hamförum í hlutverki bandaríska grínarans Andy Kaufman. Yfirleitt ríkir mikil spenna í kringum kvikmyndir Milos sem gerði meðal annars Gaukshreiðrið og Ríkið gegn Larry Flynt og má ljóst vera að aðdáendur Forman eiga eftir að bíða spenntir eftir nýjustu afurð hins aldna höfðingja. Græna ljósið tilkynnti í gær um fjórar aðrar kvikmyndir sem verða á dagskrá Bíódaga og þar ber ef til hæst hin vægast sagt umtalaða kvikmynd Shortbus sem olli töluverðri hneykslan þegar hún var sýnd á Cannes fyrir opinskáar kynlífssenur. Þá má einnig nefna Cocaine Cowboys en það er heimildarmynd um þá eiturlyfjabylgju sem skall á Miami við upphaf níunda áratugarins og varð síðar meir að fyrirmynd kvikmynda á borð við Scarface og Miami Vice.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira