Bergmansþing í kvöld 14. ágúst 2007 05:00 Ingmar Bergman á velmektarárum sínum. Rannsóknahópurinn Deus ex cinema stendur fyrir málþingi í kvöld sem ber yfirskriftina Guð á hvíta tjaldinu um trúarleg minni í verkum sænska leikstjórans Ingmars Bergman sem lést í júlí og fleiri stórskálda kvikmyndanna. Þingið fer fram í Hallgrímskirkju í tengslum við Kirkjulistahátíð. Þar verða sýnd nokkur myndbrot úr kvikmyndum sem sýna Guð og guðlega nærveru og fjallað um það hvernig kvikmyndagerðarmenn hafa í gegnum söguna sýnt Guð á hvíta tjaldinu sem persónu eða á annan hátt. Dagskráin verður helguð minningu Ingmars Bergman, og fjallað verður um Guð, trú og kirkju í nokkrum mynda hans en þar er af nógu að taka: trúarleg stef og álitamál gegnumsýra höfundarverk Bergmans. Einnig verða kvikmyndir danska leikstjórans Carls Theodors Dreyer teknar til skoðunar en mynd hans Jóhanna af Örk verður sýnd á miðnætursýningu í Hallgrímskirkju á fimmtudagskvöld. Meðal þátttakenda á málþinginu verða dr. Pétur Pétursson, prófessor, sem gaf út bók um kvikmyndir Bergmans og Oddný Sen, kvikmyndafræðingur, sem er einn af okkar helstu sérfræðingum um kvikmyndagerð Dreyers. Þinghald hefst kl. 20 í Hallgrímskirkju. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Rannsóknahópurinn Deus ex cinema stendur fyrir málþingi í kvöld sem ber yfirskriftina Guð á hvíta tjaldinu um trúarleg minni í verkum sænska leikstjórans Ingmars Bergman sem lést í júlí og fleiri stórskálda kvikmyndanna. Þingið fer fram í Hallgrímskirkju í tengslum við Kirkjulistahátíð. Þar verða sýnd nokkur myndbrot úr kvikmyndum sem sýna Guð og guðlega nærveru og fjallað um það hvernig kvikmyndagerðarmenn hafa í gegnum söguna sýnt Guð á hvíta tjaldinu sem persónu eða á annan hátt. Dagskráin verður helguð minningu Ingmars Bergman, og fjallað verður um Guð, trú og kirkju í nokkrum mynda hans en þar er af nógu að taka: trúarleg stef og álitamál gegnumsýra höfundarverk Bergmans. Einnig verða kvikmyndir danska leikstjórans Carls Theodors Dreyer teknar til skoðunar en mynd hans Jóhanna af Örk verður sýnd á miðnætursýningu í Hallgrímskirkju á fimmtudagskvöld. Meðal þátttakenda á málþinginu verða dr. Pétur Pétursson, prófessor, sem gaf út bók um kvikmyndir Bergmans og Oddný Sen, kvikmyndafræðingur, sem er einn af okkar helstu sérfræðingum um kvikmyndagerð Dreyers. Þinghald hefst kl. 20 í Hallgrímskirkju.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira