Leikgerðin að verða til 20. ágúst 2007 07:30 Gael García Bernal Gísli Örn Garðarsson segir leikgerð sína eftir Tillsammans óðum vera að skýrast. Leikhópurinn og aðrir sem að uppsetningunni koma dvöldust úti á landi í síðustu viku, við æfingar og annað samspil. Gísli segir dvölina hafa borið mikinn árangur. „Þetta hafa verið langir vinnudagar, en það er líka kosturinn við að fara út úr bænum," sagði hann. „Það eru allir saman allan tímann. Þetta er svo góður vinnufriður. Við unnum til tíu á kvöldin, elduðum kvöldmat og borðuðum seint," bætti hann við. Gísli Örn og Börkur Jónsson Leikgerð Gísla eftir kvikmynd sænska leikstjórans Lukas Moodyson er óðum að verða til, en leikararnir með veigamikil hlutverk í sjálfri tilurð hennar. „Þetta er allt að verða til í meðförum þeirra, enda eru þetta svo góðir leikarar," sagði Gísli, en eins og Fréttablaðið greindi frá er stórstjarnan Gael García Bernal einn leikara í uppsetningunni. Þýski leikarinn Daniel Brühl, sem var í aðalhlutverki í Good Bye Lenin!, tekur einnig þátt í leiknum, ásamt spænsku leikkonunni Elenu Anaya og hinni frönsku Joanu Preiss. Íslenskir leikarar eru þau Atli Rafn Sigurðarson, Rúnar Freyr Gíslason, Nína Dögg Filippusdóttir og Árni Pétur Guðjónsson. Rúnar Freyr, Nína Dögg, Atli Rafn og Gael Gísli hefur enn ekki neglt niður fasta hlutverkaskipan, en hún verður ekki með sama hætti í kvikmyndinni. „Myndin er frábær og stendur fyrir sínu. Það er gaman að nota hana bara sem grunn til að búa til sýningu sem virkar í leikhúsi, en er engin kópía af henni," sagði Gísli. „Það sem er intressant er samspil á milli persóna. Við notum karakterana í kvikmyndinni sem grunn og vinnum út frá honum. Við munum búa til ný sambönd, svona gegnum okkar „take" á hippatímabilið, og koma með okkar sjónarmið inn í það," bætti hann við. Þau sjónarmið gætu verið dálítið ólík, því leikarar í uppsetningunni koma frá fimm mismunandi löndum. Gísli segir upplifun þeirra af hippatímabilinu þó vera nokkuð svipaða. „Við erum flest börn hippakynslóðarinnar og þetta var svipað á mörgum stöðum. Að vísu er mismunandi hverju menn voru að berjast fyrir. Á Spáni var Franco, svo það var erfitt að vera þar. Á Íslandi var enginn einræðisherra, sem er í grunninn dálítið mikið öðruvísi," sagði Gísli. „En á móti kemur að hér er kaldara," bætti hann svo glettinn við. Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Sjá meira
Gísli Örn Garðarsson segir leikgerð sína eftir Tillsammans óðum vera að skýrast. Leikhópurinn og aðrir sem að uppsetningunni koma dvöldust úti á landi í síðustu viku, við æfingar og annað samspil. Gísli segir dvölina hafa borið mikinn árangur. „Þetta hafa verið langir vinnudagar, en það er líka kosturinn við að fara út úr bænum," sagði hann. „Það eru allir saman allan tímann. Þetta er svo góður vinnufriður. Við unnum til tíu á kvöldin, elduðum kvöldmat og borðuðum seint," bætti hann við. Gísli Örn og Börkur Jónsson Leikgerð Gísla eftir kvikmynd sænska leikstjórans Lukas Moodyson er óðum að verða til, en leikararnir með veigamikil hlutverk í sjálfri tilurð hennar. „Þetta er allt að verða til í meðförum þeirra, enda eru þetta svo góðir leikarar," sagði Gísli, en eins og Fréttablaðið greindi frá er stórstjarnan Gael García Bernal einn leikara í uppsetningunni. Þýski leikarinn Daniel Brühl, sem var í aðalhlutverki í Good Bye Lenin!, tekur einnig þátt í leiknum, ásamt spænsku leikkonunni Elenu Anaya og hinni frönsku Joanu Preiss. Íslenskir leikarar eru þau Atli Rafn Sigurðarson, Rúnar Freyr Gíslason, Nína Dögg Filippusdóttir og Árni Pétur Guðjónsson. Rúnar Freyr, Nína Dögg, Atli Rafn og Gael Gísli hefur enn ekki neglt niður fasta hlutverkaskipan, en hún verður ekki með sama hætti í kvikmyndinni. „Myndin er frábær og stendur fyrir sínu. Það er gaman að nota hana bara sem grunn til að búa til sýningu sem virkar í leikhúsi, en er engin kópía af henni," sagði Gísli. „Það sem er intressant er samspil á milli persóna. Við notum karakterana í kvikmyndinni sem grunn og vinnum út frá honum. Við munum búa til ný sambönd, svona gegnum okkar „take" á hippatímabilið, og koma með okkar sjónarmið inn í það," bætti hann við. Þau sjónarmið gætu verið dálítið ólík, því leikarar í uppsetningunni koma frá fimm mismunandi löndum. Gísli segir upplifun þeirra af hippatímabilinu þó vera nokkuð svipaða. „Við erum flest börn hippakynslóðarinnar og þetta var svipað á mörgum stöðum. Að vísu er mismunandi hverju menn voru að berjast fyrir. Á Spáni var Franco, svo það var erfitt að vera þar. Á Íslandi var enginn einræðisherra, sem er í grunninn dálítið mikið öðruvísi," sagði Gísli. „En á móti kemur að hér er kaldara," bætti hann svo glettinn við.
Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Sjá meira