10 til 15 manns rænt í Nablus 28. janúar 2007 18:30 Herskáir bandamenn Abbas, forseta Palestínumanna, rændu í dag einum leiðtoga Hamas. Mannræningjunum virtist sama þótt mannránið væri myndað í bak og fyrir. Mannránið er enn eitt merki um stigmagnandi átök fylkinga Palestínumanna en á þriðja tug manna hafa fallið frá því átökin blossuðu upp á fimmtudag. Mannræningjarnir voru fimmtán talsina og allir lisðmenn Al Aqsa herdeildanna. Að sögn vitna höfðu þeir farið um nærliggjandi götur í leit að þekktum Hamas-liðum. Þegar þeir fréttu af ferðum Fayyads Al-Arba, eins leiðtoga samtakanna, réðust þeir inn í banka þar sem hann var staddur og höfðu hann á brott með sér. Eftir stóðu gjaldkerar í forundran og myndatökumenn og ljósmyndarar fjölmiðla sem mynduðu atburðinn í bak og fyrir. Mannræningarnir höfuð ekki fyrir því að hylja andlit sín og reyndu ekki að koma í veg fyrir myndatökur. Skömmu síðar réðust liðsmenn herdeildanna inn á skrifstofu menntamálaráðuneytis heimastjórnarinnar í Nablus, lögðu hana í rúst og rændu fimm starfsmönnum. Abu Jabal, leiðtogi Al-Aqsa í Nablus, segir liðsmenn sína hafa rænt 10 til 15 manns í dag. Á sama tíma berjast liðsmenn Fatah og Hamas á götum Gaza-svæðisins og hafa hátt í 30 Palestínumenn fallið síðan á fimmtudaginn og tæplega 80 særst. 60 hafa týnt lífi síðan um miðjan desember. Viðræðum um skipan þjóðstjórnar beggja fylkinga hefur verið frestað á meðan barist er og hvetja forvígismenn Fatah og Hamas liðsmenn sína til að leggja niður vopn. Þeir kenna svo hver öðrum um ástandið. Heimastjórn Hamas kom saman til neyðarfundar í Gaza-borg í dag. Ismail Haniyeh forsætisráðherra hvetur Abbas til að kalla Fatah-liðsmenn sína af götum heimastjórnarsvæaðanna svo hægt verði að tryggja öryggi borgara. Óvíst er hvað forsetinn gerir og stefnir að óbreyttu í snemmbúnar þing- og forsetakosningar sem Abbas hefur boðað takist ekki að mynda þjóðstjórn innan þriggja vikna. Síðdegis í dag bárust fréttir af því að Abdullah konungur Sádía Arabíu hefði boðið fulltrúum Fatah og Hamas til friðarviðræðna í Mekka. Fatah- og Hamas-liðar hafa fagnað boðinu segjast tilbúnir til viðræðna. Erlent Fréttir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Herskáir bandamenn Abbas, forseta Palestínumanna, rændu í dag einum leiðtoga Hamas. Mannræningjunum virtist sama þótt mannránið væri myndað í bak og fyrir. Mannránið er enn eitt merki um stigmagnandi átök fylkinga Palestínumanna en á þriðja tug manna hafa fallið frá því átökin blossuðu upp á fimmtudag. Mannræningjarnir voru fimmtán talsina og allir lisðmenn Al Aqsa herdeildanna. Að sögn vitna höfðu þeir farið um nærliggjandi götur í leit að þekktum Hamas-liðum. Þegar þeir fréttu af ferðum Fayyads Al-Arba, eins leiðtoga samtakanna, réðust þeir inn í banka þar sem hann var staddur og höfðu hann á brott með sér. Eftir stóðu gjaldkerar í forundran og myndatökumenn og ljósmyndarar fjölmiðla sem mynduðu atburðinn í bak og fyrir. Mannræningarnir höfuð ekki fyrir því að hylja andlit sín og reyndu ekki að koma í veg fyrir myndatökur. Skömmu síðar réðust liðsmenn herdeildanna inn á skrifstofu menntamálaráðuneytis heimastjórnarinnar í Nablus, lögðu hana í rúst og rændu fimm starfsmönnum. Abu Jabal, leiðtogi Al-Aqsa í Nablus, segir liðsmenn sína hafa rænt 10 til 15 manns í dag. Á sama tíma berjast liðsmenn Fatah og Hamas á götum Gaza-svæðisins og hafa hátt í 30 Palestínumenn fallið síðan á fimmtudaginn og tæplega 80 særst. 60 hafa týnt lífi síðan um miðjan desember. Viðræðum um skipan þjóðstjórnar beggja fylkinga hefur verið frestað á meðan barist er og hvetja forvígismenn Fatah og Hamas liðsmenn sína til að leggja niður vopn. Þeir kenna svo hver öðrum um ástandið. Heimastjórn Hamas kom saman til neyðarfundar í Gaza-borg í dag. Ismail Haniyeh forsætisráðherra hvetur Abbas til að kalla Fatah-liðsmenn sína af götum heimastjórnarsvæaðanna svo hægt verði að tryggja öryggi borgara. Óvíst er hvað forsetinn gerir og stefnir að óbreyttu í snemmbúnar þing- og forsetakosningar sem Abbas hefur boðað takist ekki að mynda þjóðstjórn innan þriggja vikna. Síðdegis í dag bárust fréttir af því að Abdullah konungur Sádía Arabíu hefði boðið fulltrúum Fatah og Hamas til friðarviðræðna í Mekka. Fatah- og Hamas-liðar hafa fagnað boðinu segjast tilbúnir til viðræðna.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira