LG setur brátt á markað sjónvörp með innbyggðum 160 GB hörðum disk. Sjónvarpið getur þá tekið upp all a þættina sem þú missir af.
Kassettutækið fæddist og dó, vídeótækið fæddist og dó, og nú er farið að síga á seinni hlutann hjá DVD-spilurunum. Þeir áttu að hverfa með komu DVD -upptökutækjanna en nú virðast þau ætla að hverfa án þess að hafa nokkurn tímann náð að leysa nokkuð af hólmi.
LG setur innan tíðar á markað tvö HD -sjónvörp, annað LCD og hitt plasma. Það sem gerir þau sérstök er innbyggður 160 GB harður diskur og USB-tengi sem gerir þér kleift að geyma kvikmyndir í sjónvarpinu og taka upp það sem þú vilt eiga eða missir af. Þetta þýðir að öllum líkindum bless, bless DVD -upptökutæki.