Á sædýrasafni í Japan er fæðingu djöflaskötu ákaft fagnað en þetta er í fyrsta skipti sem þessi dýrategund fjölgar sér búri. Fæðingin gekk að óskum hjá hinni 4,2 metra löngu móður og litli djöflaskötuunginn byrjaði fljótlega að synda um búrið og leika sér. Frá þessu segir á vef CNN.
Vísindamenn í Japan líta á fæðinguna sem kjörið tækifæri til að rannsaka nánar þessar stærstu skötur heims. Djöflaskötur getur náð allt að sjö metra lengd og vegið 1300 kílógrömm. Þær lifa helst á svifi og smáum fiskum. Meðganga djöflaskötunnar tekur eitt ár.