Mars-jeppar í kröppum dansi Oddur S. Báruson skrifar 21. júlí 2007 14:33 MYND/Nasa Rannsóknar-jeppunum tveimur sem staddir eru á reikistjörnunni Mars stafar mikil ógn af heljarinnar sandstormi sem skekur nú reikistjörnuna. Jepparnir eru knúnir áfram af sólarorku en sandstormurinn er svo þykkur að geislar sólar ná ekki í gegnum hann. Óttast að óveðrið ríði jeppunum að fullu fari ekki að linna í bráð. Jepparnir tveir, Opportunity og Spirit, lentu á Mars snemma árs 2004 og hafa safnað gögnum til rannsókna á plánetunni. Þeir eru á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar, Nasa. Hægt hefur verið á starfsemi jeppanna til að svara orkuskortinum. Þó má ekki slökkva alveg á þeim því halda þarf hita í vélum þeirra til að verja viðkvæman tæknibúnað. Stormurinn hefur staðið yfir í nokkrar vikur. Er hann einn sá kröftugasti sem mælst hefur á Mars. Enn er ekki séð fyrir endann á óveðrinu. Forsvarsmenn Nasa segja að ekki hafi verið gert ráð fyrir slíku ofsaveðri þegar jepparnir voru hannaðir. Meira er óttast um ástand Opportunity jeppans. Hann er staðsettur á Meridiani-lágsléttunni þar sem stormurinn er hvað svæsnastur. Rykmökkurinn yfir því svæði hindrar flæði 99 prósent sólarljóss til jeppans. Við venjulegar kringumstæður hlóð rafall Opportunity 700 vattstundir á dag. Nú hefur þeim fækkað niður í 128 á dag, sem er það lægsta sem jeppinn hefur áorkað. Áður en stormurinn skall á stóð Oppurtunity frammi fyrir þeirri háskaför að renna ofan í Viktoríu-gíginn. Vísindamenn bundu miklar vonir við ferðina þó ekki væri ráðgert að jeppinn ætti afturkvæmt úr gígnum. Vonast var til að með sýnum þaðan yrði unnt að skyggnast lengra aftur í jarðfræðisögu Mars. Ófyrirsjáanlegt er hvort úr þeirra för verði nú. Til þessa hafa Mars jepparnir þó reynst verkum sínum vaxnir og ómetanlegir við rannsóknir á Mars. Síðan þeir lentu árið 2004 hafa þeir keyrt um og tekið fjölmargar myndir og safnað jarðvegssýnum. Við skoðanir þeirra hafa meðal annars fundist vísbendingar um vatn á plánetunni. BBC greinir frá. Myndin sýnir hvernig myrkrvað hefur með vexti stormsinsMYND/Nasa . Vísindi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Rannsóknar-jeppunum tveimur sem staddir eru á reikistjörnunni Mars stafar mikil ógn af heljarinnar sandstormi sem skekur nú reikistjörnuna. Jepparnir eru knúnir áfram af sólarorku en sandstormurinn er svo þykkur að geislar sólar ná ekki í gegnum hann. Óttast að óveðrið ríði jeppunum að fullu fari ekki að linna í bráð. Jepparnir tveir, Opportunity og Spirit, lentu á Mars snemma árs 2004 og hafa safnað gögnum til rannsókna á plánetunni. Þeir eru á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar, Nasa. Hægt hefur verið á starfsemi jeppanna til að svara orkuskortinum. Þó má ekki slökkva alveg á þeim því halda þarf hita í vélum þeirra til að verja viðkvæman tæknibúnað. Stormurinn hefur staðið yfir í nokkrar vikur. Er hann einn sá kröftugasti sem mælst hefur á Mars. Enn er ekki séð fyrir endann á óveðrinu. Forsvarsmenn Nasa segja að ekki hafi verið gert ráð fyrir slíku ofsaveðri þegar jepparnir voru hannaðir. Meira er óttast um ástand Opportunity jeppans. Hann er staðsettur á Meridiani-lágsléttunni þar sem stormurinn er hvað svæsnastur. Rykmökkurinn yfir því svæði hindrar flæði 99 prósent sólarljóss til jeppans. Við venjulegar kringumstæður hlóð rafall Opportunity 700 vattstundir á dag. Nú hefur þeim fækkað niður í 128 á dag, sem er það lægsta sem jeppinn hefur áorkað. Áður en stormurinn skall á stóð Oppurtunity frammi fyrir þeirri háskaför að renna ofan í Viktoríu-gíginn. Vísindamenn bundu miklar vonir við ferðina þó ekki væri ráðgert að jeppinn ætti afturkvæmt úr gígnum. Vonast var til að með sýnum þaðan yrði unnt að skyggnast lengra aftur í jarðfræðisögu Mars. Ófyrirsjáanlegt er hvort úr þeirra för verði nú. Til þessa hafa Mars jepparnir þó reynst verkum sínum vaxnir og ómetanlegir við rannsóknir á Mars. Síðan þeir lentu árið 2004 hafa þeir keyrt um og tekið fjölmargar myndir og safnað jarðvegssýnum. Við skoðanir þeirra hafa meðal annars fundist vísbendingar um vatn á plánetunni. BBC greinir frá. Myndin sýnir hvernig myrkrvað hefur með vexti stormsinsMYND/Nasa .
Vísindi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira