Sýndarveruleikinn færist nær 30. júlí 2007 12:00 Í Second Life-sýndarheiminum hafa margir háskólar komið sér upp sýndarkennslustofum fyrir fjarkennslu, myndlistarmenn hafa haldið sýningar og tónlistarmenn tónleika. Í Second Life-sýndarheiminum halda tónlistarmenn tónleika, háskólar kenna fjarnemum og fyrirtæki opna reglulega útibú. Notendur eru tæplega tvær milljónir og er heimurinn opinn öllum. Ný netsamfélög myndast á hverjum degi. Hvort sem það eru spjallrásir í kringum sameiginleg áhugamál, viðskiptasamfélög eða hin gríðarstóru leikjasamfélög. Samfélögin eru ótal mörg en eitt þeirra sker sig þó úr marglitum skaranum: Second Life. Second Life er eins konar sýndarheimur með sitt eigið hagkerfi. Við skráningu er búinn til karakter, honum er gefið nafn, útlit valið og svo byrjar fyrsta könnunarferðina um Second Life-heiminn. Hægt er að eiga samskipti við aðra karaktera annað hvort með textaskilaboðum eða beinum samræðum. Hægt er að skoða flesta króka og kima heimsins, sem nú er rúmlega 700 ferkílómetrar að flatarmáli, en þar er að finna nánast allt milli sýndarhimins og jarðar. Það sem meira er þá geta notendur búið til næstum hvað sem er í Second Life-sýndarheiminum. Í handhægu þrívíddarforriti er hægt að búa til allt frá einföldum eldhúsáhöldum upp í flókna hugmyndabíla, listaverk og jafnvel heila næturklúbba. Í raun takmarkast sköpunin einungis við hugmyndaflugið. Til að fá aðgang að „sköpunarhæfileikunum" þarf að borga sem nemur um 600 krónum á mánuði. Með í kaupunum fylgir landsvæði þar sem hægt er að byggja sýndarhús til að geyma sköpunarverkin. Það eru ekki bara einstaklingar sem nýta sér Second Life-heiminn. Fjöldi háskóla eins og Harvard, Háskólinn í New York og Stanford-háskólinn nýta hann til fjarkennslu. Þá ganga nemendur inn í lokaða sýndarveruleikaskólastofu, hlusta á kennarann og taka niður glósur. Fjöldi fyrirtækja hefur einnig sprottið upp í Second Life þar sem verslað er með svokallaða Lindendollara, en Linden Research Inc. á veg og vanda að Second Life-heiminum. Linden-dollara er hægt að nota til að kaupa nær hvað sem er í sýndarheiminn, hluti, hús og landareignir og einnig bandaríska dollara. Öfugt við til dæmis marga leikjaframleiðendur hvetja talsmenn Linden til þess að verslað sé með Linden-dollara eins og hverja aðra vöru. Fjölmargar netverslanir bjóða upp á skipti á bandarískum dollurum og Linden-dollurum og sveiflast gengi Linden-dollarans til og frá líkt og gengi annarra gjaldmiðla. Algjör sprenging varð á fjölda notenda Second Life árið 2006. Þá breyttist skráningarkerfið og ekki þurfti lengur að gefa upp gilt símanúmer eða kreditkortanúmer til að geta búið til karakter. Skráðar eru rúmlega átta milljónir karaktera en þar sem hver notandi getur verið með fleiri en einn karakter og margir karakterar eru óvirkir er rétt tala virkra notenda líkast til á bilinu 1,5 til 2 milljónir. Vefslóð Second Life er www.secondlife.com. Vísindi Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Í Second Life-sýndarheiminum halda tónlistarmenn tónleika, háskólar kenna fjarnemum og fyrirtæki opna reglulega útibú. Notendur eru tæplega tvær milljónir og er heimurinn opinn öllum. Ný netsamfélög myndast á hverjum degi. Hvort sem það eru spjallrásir í kringum sameiginleg áhugamál, viðskiptasamfélög eða hin gríðarstóru leikjasamfélög. Samfélögin eru ótal mörg en eitt þeirra sker sig þó úr marglitum skaranum: Second Life. Second Life er eins konar sýndarheimur með sitt eigið hagkerfi. Við skráningu er búinn til karakter, honum er gefið nafn, útlit valið og svo byrjar fyrsta könnunarferðina um Second Life-heiminn. Hægt er að eiga samskipti við aðra karaktera annað hvort með textaskilaboðum eða beinum samræðum. Hægt er að skoða flesta króka og kima heimsins, sem nú er rúmlega 700 ferkílómetrar að flatarmáli, en þar er að finna nánast allt milli sýndarhimins og jarðar. Það sem meira er þá geta notendur búið til næstum hvað sem er í Second Life-sýndarheiminum. Í handhægu þrívíddarforriti er hægt að búa til allt frá einföldum eldhúsáhöldum upp í flókna hugmyndabíla, listaverk og jafnvel heila næturklúbba. Í raun takmarkast sköpunin einungis við hugmyndaflugið. Til að fá aðgang að „sköpunarhæfileikunum" þarf að borga sem nemur um 600 krónum á mánuði. Með í kaupunum fylgir landsvæði þar sem hægt er að byggja sýndarhús til að geyma sköpunarverkin. Það eru ekki bara einstaklingar sem nýta sér Second Life-heiminn. Fjöldi háskóla eins og Harvard, Háskólinn í New York og Stanford-háskólinn nýta hann til fjarkennslu. Þá ganga nemendur inn í lokaða sýndarveruleikaskólastofu, hlusta á kennarann og taka niður glósur. Fjöldi fyrirtækja hefur einnig sprottið upp í Second Life þar sem verslað er með svokallaða Lindendollara, en Linden Research Inc. á veg og vanda að Second Life-heiminum. Linden-dollara er hægt að nota til að kaupa nær hvað sem er í sýndarheiminn, hluti, hús og landareignir og einnig bandaríska dollara. Öfugt við til dæmis marga leikjaframleiðendur hvetja talsmenn Linden til þess að verslað sé með Linden-dollara eins og hverja aðra vöru. Fjölmargar netverslanir bjóða upp á skipti á bandarískum dollurum og Linden-dollurum og sveiflast gengi Linden-dollarans til og frá líkt og gengi annarra gjaldmiðla. Algjör sprenging varð á fjölda notenda Second Life árið 2006. Þá breyttist skráningarkerfið og ekki þurfti lengur að gefa upp gilt símanúmer eða kreditkortanúmer til að geta búið til karakter. Skráðar eru rúmlega átta milljónir karaktera en þar sem hver notandi getur verið með fleiri en einn karakter og margir karakterar eru óvirkir er rétt tala virkra notenda líkast til á bilinu 1,5 til 2 milljónir. Vefslóð Second Life er www.secondlife.com.
Vísindi Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira