Erlent

Pakistanar fagna 60 ára sjálfstæði

Guðjón Helgason skrifar

Sextíu ár eru í dag liðin frá því Pakistan fékk sjálfstæði frá Bretum. Þeim tímamótum er fagnað í landinu í dag. 1947 var landið sem nú er Pakistan enn hluti af Indlandi sem Bretar réðu þá. Pakistan varð sjálfstætt ríki 14. ágúst það ár, og Indland degi síðar.

Flugeldum var skotið á loft á miðnætti í nótt og snemma í morgun flykktust Pakistanar út á götur borga þar sem hátíðarhöld voru skipulögð. Í ræðum sínum lögðu Pervez Musharraf, forseti, og Shaukat Aziz, forsætisráðherra, áherslu á mikilvægi þess að verja fullveldi ríkisins.

Síðdegis í dag verður mínútu þögn um allt Pakistan til minningar um mörg hundruð þúsund Pakistana sem týndu lífi í óeirðum sem urðu þegar landið var skilið frá Indlandi 1947. Indverjar fagna sextíu ára sjálfstæði frá Bretum á morgun. Löndin tvö hafa ákveðið að minnast þessa með að skiptast á föngum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×