Ný tungumál væntanleg 20. ágúst 2007 15:30 Gunnar Þór Jakobsson er einn þeirra sem hefur umsjón með Stóru tölvuorðabókinni. MYND/GVA Stóra tölvuorðabókin er í stöðugum vexti og brátt bætast í hana fjögur tungumál. „Það er verið að gefa út nokkur ný tungumál í haust, það er rússnesku, ungversku, pólsku og japönsku. Við komum hins vegar ekki til með að setja þau inn á heimasíðuna okkar, www.fastpro.is, vegna þess hve fáir nota þau. Þau verður hins vegar hægt að nálgast hjá okkur," segir Gunnar Þór Jakobsson sem er á meðal þeirra sem hefur umsjón með Stóru tölvuorðabókinni, þýðingarforriti sem inniheldur nú þegar níu orðabækur: íslenska, enska, þýska, danska, spænska, franska, ítalska, sænska og norska. Orðabókin þýðir á milli allra þessara tungumála. Gunnar bendir á að orðasöfnin séu þó misstór og misfullkomin. Sem dæmi er danska orðasafnið 118.000 orð, það enska 250.000 orð, þýska 90.000 orð, spænska 202.0000, ítalska og franska 75.000 hvort. Þá er bara verið að tala um öðrum megin, það er 118.000 dönsk orð á móti jafn mörgum íslenskum. Það íslenska er fullkomnast þar sem hægt er að leita þýðingar í öllum föllum og tölum. Enskan er næst, en í því er hægt að leita að orðum í þátíð, nútíð, eintölu og fleirtölu. Með orðabókinni er hægt að þýða einstök orð, heilar setningar og jafnvel greinar á tiltölulega stuttum tíma. Svo er hægt að setja fram eigin þýðingu og „kenna orðabókinni hana" eins og Gunnar orðar það. Sé maður í einhverjum vafa með stafsetningu eða málfræði er alltaf hægt að láta forritið lesa textann yfir. Það er einfaldlega gert í gegnum Office 2007 með því að smella á hnappinn „yfirlestur". Hægt er að lesa fleiri tungumál en sjálf orðabókin býður upp á, eða 30 talsins. Segir Gunnar Stóru tölvuorðabókina eina íslenska hugbúnaðinn sem bjóði upp á yfirlestur í Office 2007. „Þeir sem nota Macintosh geta líka fengið útgáfu af orðabókinni," segir hann. „Hafi þeir þegar orðið sér úti um Windows-útgáfuna af henni og greitt fyrir hana, þá geta þeir fengið Macintosh-útgáfuna á 5.000 krónur. Að sögn Gunnars er tölvuorðabókin jafnframt útbúin fullkominni talsetningu. „Til dæmis er sniðugt að afrita grein á netinu, setja hana inn í orðabókina og láta lesa hana. Forritið getur lesið upphátt átta af níu fyrrnefndum tungumálum, eða öll nema norsku. Röddin er ágætlega skýrmælt, þannig að allt ætti að komast átakalaust til skila. Mjög sniðugt fyrir lesblinda og sjóndapra." Hægt er að hlaða tölvuorðabókinni niður á fjórar tölvur án þess að greiða fyrir hvert aukaeintak. Að svo búnu er hægt að fá leyfi fyrir niðurhalningu á fimmtu og sjöttu tölvu og svo framvegis. Gunnar segir í raun einu gilda hvar eintökin eru notuð. Fyrirtækið vilji bara geta fylgst með notkuninni. Við það má bæta að alls kyns endurbætur eru reglulega gerðar á Stóru tölvuorðabókinni, eins og fyrrnefnd fjölgun tungumála er til vitnis um. Kaupendur þurfa þó aðeins að reiða eingreiðslu, 14.900 kr., af hendi fyrir bókina. Uppfærslur geta þeir sótt á heimasíðuna www.fastpro.is sér að kostnaðarlausu. Vísindi Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Sjá meira
Stóra tölvuorðabókin er í stöðugum vexti og brátt bætast í hana fjögur tungumál. „Það er verið að gefa út nokkur ný tungumál í haust, það er rússnesku, ungversku, pólsku og japönsku. Við komum hins vegar ekki til með að setja þau inn á heimasíðuna okkar, www.fastpro.is, vegna þess hve fáir nota þau. Þau verður hins vegar hægt að nálgast hjá okkur," segir Gunnar Þór Jakobsson sem er á meðal þeirra sem hefur umsjón með Stóru tölvuorðabókinni, þýðingarforriti sem inniheldur nú þegar níu orðabækur: íslenska, enska, þýska, danska, spænska, franska, ítalska, sænska og norska. Orðabókin þýðir á milli allra þessara tungumála. Gunnar bendir á að orðasöfnin séu þó misstór og misfullkomin. Sem dæmi er danska orðasafnið 118.000 orð, það enska 250.000 orð, þýska 90.000 orð, spænska 202.0000, ítalska og franska 75.000 hvort. Þá er bara verið að tala um öðrum megin, það er 118.000 dönsk orð á móti jafn mörgum íslenskum. Það íslenska er fullkomnast þar sem hægt er að leita þýðingar í öllum föllum og tölum. Enskan er næst, en í því er hægt að leita að orðum í þátíð, nútíð, eintölu og fleirtölu. Með orðabókinni er hægt að þýða einstök orð, heilar setningar og jafnvel greinar á tiltölulega stuttum tíma. Svo er hægt að setja fram eigin þýðingu og „kenna orðabókinni hana" eins og Gunnar orðar það. Sé maður í einhverjum vafa með stafsetningu eða málfræði er alltaf hægt að láta forritið lesa textann yfir. Það er einfaldlega gert í gegnum Office 2007 með því að smella á hnappinn „yfirlestur". Hægt er að lesa fleiri tungumál en sjálf orðabókin býður upp á, eða 30 talsins. Segir Gunnar Stóru tölvuorðabókina eina íslenska hugbúnaðinn sem bjóði upp á yfirlestur í Office 2007. „Þeir sem nota Macintosh geta líka fengið útgáfu af orðabókinni," segir hann. „Hafi þeir þegar orðið sér úti um Windows-útgáfuna af henni og greitt fyrir hana, þá geta þeir fengið Macintosh-útgáfuna á 5.000 krónur. Að sögn Gunnars er tölvuorðabókin jafnframt útbúin fullkominni talsetningu. „Til dæmis er sniðugt að afrita grein á netinu, setja hana inn í orðabókina og láta lesa hana. Forritið getur lesið upphátt átta af níu fyrrnefndum tungumálum, eða öll nema norsku. Röddin er ágætlega skýrmælt, þannig að allt ætti að komast átakalaust til skila. Mjög sniðugt fyrir lesblinda og sjóndapra." Hægt er að hlaða tölvuorðabókinni niður á fjórar tölvur án þess að greiða fyrir hvert aukaeintak. Að svo búnu er hægt að fá leyfi fyrir niðurhalningu á fimmtu og sjöttu tölvu og svo framvegis. Gunnar segir í raun einu gilda hvar eintökin eru notuð. Fyrirtækið vilji bara geta fylgst með notkuninni. Við það má bæta að alls kyns endurbætur eru reglulega gerðar á Stóru tölvuorðabókinni, eins og fyrrnefnd fjölgun tungumála er til vitnis um. Kaupendur þurfa þó aðeins að reiða eingreiðslu, 14.900 kr., af hendi fyrir bókina. Uppfærslur geta þeir sótt á heimasíðuna www.fastpro.is sér að kostnaðarlausu.
Vísindi Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Sjá meira