Enn loga eldar í Grikklandi Guðjón Helgason skrifar 26. ágúst 2007 18:45 Hvítri ösku rignir yfir íbúa Aþenu, höfuðborgar Grikklands, en skógareldar þar í landi hafa teygt sig að jaðri borgarinnar. Enn logar víða á Pelops-skaga og slökkvistarf gengur hægt. 56 hið minsta hafa týnt lífi í eldunum og menningarsöguleg verðmæti Grikkja í hættu. Snemma í morgun var ljóst að menningarsöguleg verðmæti á vestari hluta Pelops-skaga væru í hættu. Þorp í kringum Ólympíu, vöggu Ólympíuleikanna, voru rýmd og nærri hundrað slökkviliðsmenn sendir af stað til að verja rústir þessa forna helgistaðar. Ólympía er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar er Ólympíueldurinn enn kveiktur fyrir hverja leika. Í Ólympíu stóð áður stytta af Seifi, höfuðguði grískrar goðafræði. Hún var úr gulli og fílabeini og var eitt af sjö undrum veraldar. Ekki fór þó svo að eldarnir eyðilegðu þessi verðmæti - logarnir sleiktu aðeins jaðar svæðisins og Ólympía var úr hættu síðdegis. Að minnsta kosti 12 ríki hafa sent slökkviliðsmenn til að hjálpa við að hemja eldana. Frakkar og Ítalir hafa sent 6 flugvélar til slökkvistarfs. 25 verða sendar til viðbótar frá Evrópusambandsríkjum. Bandaríkjamenn og Rússar hafa einnig heitið Grikkjum aðstoð. Grísk yfirvöld segja að í mörgum tilvikum hafi brennuvargar kveikt elda sem nú loga. Kostas Karamanlis, forsætisráðherra, hefur heitið því að hinir seku verði handteknir og þeir dregnir fyrir dóm. 7 eru í haldi lögreglu, þar á meðal 65 ára karlmaður sem er grunaður um að hafa kveikt eld nærri Areópólís sem varð 6 manns að bana og 2 unglingsstrákar, grunaðir um að hafa kveikt eld í borginni Kavala. Reynist þessir menn sekir hafa þeir margt á samviskunni. Óttast er að mun fleiri hafi týnt lífi en þeir rúmelga 50 sem nú er vitað um og að fleiri eigi eftir að brenna til bana. Margir hafa orðið innlyksa á svæðum þar sem eldar hafa komið íbúum að óvöru. Kirkjuklukkum í þorpinu Kolyri nærri Ólympíu var hringt í gærkvöldi til að vara íbúa við eldunum og hvetja þá til að hraða sér á brott. Í dag var það sama gert í Grilos rétt áður en eldar læstu sig í kirkjunni þar. Erlent Fréttir Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Hvítri ösku rignir yfir íbúa Aþenu, höfuðborgar Grikklands, en skógareldar þar í landi hafa teygt sig að jaðri borgarinnar. Enn logar víða á Pelops-skaga og slökkvistarf gengur hægt. 56 hið minsta hafa týnt lífi í eldunum og menningarsöguleg verðmæti Grikkja í hættu. Snemma í morgun var ljóst að menningarsöguleg verðmæti á vestari hluta Pelops-skaga væru í hættu. Þorp í kringum Ólympíu, vöggu Ólympíuleikanna, voru rýmd og nærri hundrað slökkviliðsmenn sendir af stað til að verja rústir þessa forna helgistaðar. Ólympía er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar er Ólympíueldurinn enn kveiktur fyrir hverja leika. Í Ólympíu stóð áður stytta af Seifi, höfuðguði grískrar goðafræði. Hún var úr gulli og fílabeini og var eitt af sjö undrum veraldar. Ekki fór þó svo að eldarnir eyðilegðu þessi verðmæti - logarnir sleiktu aðeins jaðar svæðisins og Ólympía var úr hættu síðdegis. Að minnsta kosti 12 ríki hafa sent slökkviliðsmenn til að hjálpa við að hemja eldana. Frakkar og Ítalir hafa sent 6 flugvélar til slökkvistarfs. 25 verða sendar til viðbótar frá Evrópusambandsríkjum. Bandaríkjamenn og Rússar hafa einnig heitið Grikkjum aðstoð. Grísk yfirvöld segja að í mörgum tilvikum hafi brennuvargar kveikt elda sem nú loga. Kostas Karamanlis, forsætisráðherra, hefur heitið því að hinir seku verði handteknir og þeir dregnir fyrir dóm. 7 eru í haldi lögreglu, þar á meðal 65 ára karlmaður sem er grunaður um að hafa kveikt eld nærri Areópólís sem varð 6 manns að bana og 2 unglingsstrákar, grunaðir um að hafa kveikt eld í borginni Kavala. Reynist þessir menn sekir hafa þeir margt á samviskunni. Óttast er að mun fleiri hafi týnt lífi en þeir rúmelga 50 sem nú er vitað um og að fleiri eigi eftir að brenna til bana. Margir hafa orðið innlyksa á svæðum þar sem eldar hafa komið íbúum að óvöru. Kirkjuklukkum í þorpinu Kolyri nærri Ólympíu var hringt í gærkvöldi til að vara íbúa við eldunum og hvetja þá til að hraða sér á brott. Í dag var það sama gert í Grilos rétt áður en eldar læstu sig í kirkjunni þar.
Erlent Fréttir Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira