Hvernig er að deyja? Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 15. október 2007 11:59 MYND/Getty Images Flest okkar hafa líklega velt því fyrir sér hvernig það sé að deyja. Vísindamenn hafa nú rannsakað málefnið og upplýst bæði ógnvekjandi og heillandi staðreyndir um dauðann. Í nýjasta tölublaði tímaritsins New Scientist birtist niðurstaða hóps vísindamanna um mismunandi upplifun á því að komast yfir móðuna miklu, allt frá því að vera brenndur lifandi til þess að vera hálshöggvinn. Vísindamennirnir studdust við niðurstöður læknavísinda og reynslusögur þeirra sem höfðu næstum dáið eða verið lífgaðir við. Vanalega er það skortur á súrefni til heilans sem veldur dauða samkvæmt rannsókninni.DrukknunSkelfing grípur fórnarlömbin fyrst og þau reyna að halda í sér andanum, vanalega í um 30 sekúndur. Þeir sem hafa komist lífs af segja að þegar vatn fari í lungun sé eins og þau séu að brenna eða rifna, en fljótlega fylgi afar róandi og friðsæl tilfinning. Skortur á súrefni veldur meðvitundarleysi, hjartað hættir að slá og heiladauði fylgir í kjölfarið.HjartaáfallÞrúgandi brjóstverkur, eða tilfinning eins og þrýst sé á brjóstkassann er algengasta einkenni þess þegar hjartvöðvinn berst fyrir súrefni. Eftir um 10 sekúndur verður viðkomandi meðvitundarlaus og innan nokkurra mínútna getur dauði fylgt. BlóðmissirSá sem missir einn og hálfan líter af blóði verður máttlaus, þyrstur og kvíðinn. Þegar blóðmissir er kominn upp í tvo lítra svimar fólki, það verður ruglað og missir að lokum meðvitund. Raflost Raflost í heimahúsi getur leitt til hjartastopps sem aftur leiðir til meðvitundarleysis eftir um 10 sekúndur. Sterkari straumar í gegnum hjartað eða heilann geta stuðlað að tafarlausu meðvitundarleysi. Því hefur hins vegar verið haldið fram að fangar sem eru líflátnir með þessum hætti hafi raunverulega dáið úr ofhitnun heilans eða köfnun. Hátt fallÞeir sem hafa lifað af hátt fall segja skynhrif af því að tíminn hægi á sér mjög sterk. Rannsókn á 100 sjálfsmorðsstökkvum af Golden Gate brúnni í San Fransisco leiddi í ljós skyndilegan dauða þar sem lungu höfðu fallið saman, hjörtu sprungið eða skemmdir orðið á líffærum af völdum brotinna rifbeina. Henging Sjálfsmorðshengingar og gamaldags aftökuaðferðir orsaka dauða af völdum kyrkingar. Þetta getur leitt til meðvitundarleysis eftir um 10 sekúndur, en snara sem lendir á vitlausum stað getur orsakaða margra mínútna þjáningu. Að falla niður í snörunni úr einhverri hæð leiðir til hálsbrots. Rannsókn á 34 föngum sem líflátnir voru á þennan hátt sýnir að fjórir af hverjum fimm létust að mestu vegna köfnunar. Eldur Bruni veldur áköfum sársauka og eykur tilfinningu húðarinnar fyrir honum. Þegar yfirborðstaugar skemmast minnkar tilfinningin að hluta - en ekki mikið, samkvæmt sérfræðingunum. En flestir sem deyja í eldsvoðum kafna eða verða fyrir reykeitrun áður en þeir verða eldinum að bráð. Afhöfðun Að vera hálshöggvinn getur tekið skjótan tíma og verið kvalalaust, en meðvitund er talin halda áfram í stuttan tíma eftir að mænan fer í sundur. Sérfræðingar hafa reiknað út að heilinn gæti haldið áfram að virka í nokkrar sekúndur. Skýrslur af aflífunum með fallöxum í Frakklandi sýndu hreyfingar á augum og munni í allt að hálfa mínútu. Vísindi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Flest okkar hafa líklega velt því fyrir sér hvernig það sé að deyja. Vísindamenn hafa nú rannsakað málefnið og upplýst bæði ógnvekjandi og heillandi staðreyndir um dauðann. Í nýjasta tölublaði tímaritsins New Scientist birtist niðurstaða hóps vísindamanna um mismunandi upplifun á því að komast yfir móðuna miklu, allt frá því að vera brenndur lifandi til þess að vera hálshöggvinn. Vísindamennirnir studdust við niðurstöður læknavísinda og reynslusögur þeirra sem höfðu næstum dáið eða verið lífgaðir við. Vanalega er það skortur á súrefni til heilans sem veldur dauða samkvæmt rannsókninni.DrukknunSkelfing grípur fórnarlömbin fyrst og þau reyna að halda í sér andanum, vanalega í um 30 sekúndur. Þeir sem hafa komist lífs af segja að þegar vatn fari í lungun sé eins og þau séu að brenna eða rifna, en fljótlega fylgi afar róandi og friðsæl tilfinning. Skortur á súrefni veldur meðvitundarleysi, hjartað hættir að slá og heiladauði fylgir í kjölfarið.HjartaáfallÞrúgandi brjóstverkur, eða tilfinning eins og þrýst sé á brjóstkassann er algengasta einkenni þess þegar hjartvöðvinn berst fyrir súrefni. Eftir um 10 sekúndur verður viðkomandi meðvitundarlaus og innan nokkurra mínútna getur dauði fylgt. BlóðmissirSá sem missir einn og hálfan líter af blóði verður máttlaus, þyrstur og kvíðinn. Þegar blóðmissir er kominn upp í tvo lítra svimar fólki, það verður ruglað og missir að lokum meðvitund. Raflost Raflost í heimahúsi getur leitt til hjartastopps sem aftur leiðir til meðvitundarleysis eftir um 10 sekúndur. Sterkari straumar í gegnum hjartað eða heilann geta stuðlað að tafarlausu meðvitundarleysi. Því hefur hins vegar verið haldið fram að fangar sem eru líflátnir með þessum hætti hafi raunverulega dáið úr ofhitnun heilans eða köfnun. Hátt fallÞeir sem hafa lifað af hátt fall segja skynhrif af því að tíminn hægi á sér mjög sterk. Rannsókn á 100 sjálfsmorðsstökkvum af Golden Gate brúnni í San Fransisco leiddi í ljós skyndilegan dauða þar sem lungu höfðu fallið saman, hjörtu sprungið eða skemmdir orðið á líffærum af völdum brotinna rifbeina. Henging Sjálfsmorðshengingar og gamaldags aftökuaðferðir orsaka dauða af völdum kyrkingar. Þetta getur leitt til meðvitundarleysis eftir um 10 sekúndur, en snara sem lendir á vitlausum stað getur orsakaða margra mínútna þjáningu. Að falla niður í snörunni úr einhverri hæð leiðir til hálsbrots. Rannsókn á 34 föngum sem líflátnir voru á þennan hátt sýnir að fjórir af hverjum fimm létust að mestu vegna köfnunar. Eldur Bruni veldur áköfum sársauka og eykur tilfinningu húðarinnar fyrir honum. Þegar yfirborðstaugar skemmast minnkar tilfinningin að hluta - en ekki mikið, samkvæmt sérfræðingunum. En flestir sem deyja í eldsvoðum kafna eða verða fyrir reykeitrun áður en þeir verða eldinum að bráð. Afhöfðun Að vera hálshöggvinn getur tekið skjótan tíma og verið kvalalaust, en meðvitund er talin halda áfram í stuttan tíma eftir að mænan fer í sundur. Sérfræðingar hafa reiknað út að heilinn gæti haldið áfram að virka í nokkrar sekúndur. Skýrslur af aflífunum með fallöxum í Frakklandi sýndu hreyfingar á augum og munni í allt að hálfa mínútu.
Vísindi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira