Formúla 1

60% líkur á Alonso fari til Renault

Elvar Geir Magnússon skrifar
Alonso og Briatore þegar allt gekk eins og í sögu hjá þeim og Renault liðinu.
Alonso og Briatore þegar allt gekk eins og í sögu hjá þeim og Renault liðinu.

Flavio Briatore, yfirmaður hjá Renault liðinu í Formúlu 1, segir að það séu meiri líkur en minni á því að Fernando Alonso snúi aftur til liðsins fyrir næsta tímabil. Briatore vonast til að Alonso verði búinn að ákveða sig um miðja vikuna.

Alonso varð heimsmeistari 2005 og 2006 þegar hann var hjá Renault en hélt síðan til McClaren og keppti fyrir liðið í ár.

„Ég er bjartsýnn á að Fernando komi aftur. Ég myndi telja líkurnar á því vera svona 60%," sagði Briatore. Í sama viðtali gaf hann það einnig út að Giancarlo Fisichella og Heikki Kovalainen, ökuþórar liðsins í ár, séu báðir á förum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×