Bannað börnum 4. janúar 2008 06:00 Litríkt sælgæti er vissulega heillandi fyrir barnsaugað, en nú er bannað að auglýsa sælgæti í breskum barnatímum í sjónvarpi. Blátt bann við auglýsingum á skyndibita í bresku barnasjónvarpi tók gildi um áramótin. Í nýju reglugerðinni liggur strangt bann við auglýsingum á óhollum mat og drykk í kringum barnaefni sem ætlað er börnum yngri en sextán ára, en til þessa hefur bannið einungis náð til barna sem eru tíu ára og yngri. Auglýsingabannið nær til allra matar- og drykkjarvara sem auðugar eru af fitu, salti og sykri, og er liður í viðleitni stjórnvalda til að sporna við offitu barna á Bretlandi. Barnasjónvarpsstöðvum verður leyft að innleiða bannið í áföngum til ársloka 2008, en árangur auglýsingabannsins verður skoðaður á hausti komanda.- þlg Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Blátt bann við auglýsingum á skyndibita í bresku barnasjónvarpi tók gildi um áramótin. Í nýju reglugerðinni liggur strangt bann við auglýsingum á óhollum mat og drykk í kringum barnaefni sem ætlað er börnum yngri en sextán ára, en til þessa hefur bannið einungis náð til barna sem eru tíu ára og yngri. Auglýsingabannið nær til allra matar- og drykkjarvara sem auðugar eru af fitu, salti og sykri, og er liður í viðleitni stjórnvalda til að sporna við offitu barna á Bretlandi. Barnasjónvarpsstöðvum verður leyft að innleiða bannið í áföngum til ársloka 2008, en árangur auglýsingabannsins verður skoðaður á hausti komanda.- þlg
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira