Raikkönen hissa á akstursmáta McLaren manna 15. október 2008 15:10 Kimi Raikkönen var ekki hrifinn af akstursmáta McLaren ökumannanna á Fuji brautinni og Hamilton var refsað fyrir aðafarir sínar í fyrstu beygju. Mynd: Getty Images Finninn Kimi Raikkönen segir að Ferrari stefni á fyrsta og annað sætið í Formúlu 1 mótinu í Kína um helgina. Þá kveðst hann hissa á því hvernig McLaren fóru að í fyrsta hring í síðustu keppni. "Ég vet ekk alveg hvað ökumennirnir fyrir aftan mig voru að hugsa. Þeir bremsuðu svo seint að það fór allt í eina kös og engin komst eðlilega í gegnum fyrstu beygjuna. Aðfarir McLaren ökumannanna kostuðu mig hugsanlegan sigur" sagði Raikkönen um mótið í Japan um síðustu helgi. "Ef ég hefði komist klakklaust gegnum fyrstu beygju, þá var ég á góðri leið að sigri í mótinu. Þess í stað var ég fastur fyrir aftan hægfæra bíla til að byrja með, en náði þó þriðja sætinu í lokin", sagði Raikkönen. Þar með var Raikkönen úr leik um meistaratitilinn, en Hamilton, Felipe Massa og Robert Kubica eiga allir möguleika á titilinum. Hamilton getur orðið meistari um helgina ef hann fær sex stigum meira en Massa. "Ég gaf allt mitt í titilbaráttuna og mun gera það á næsta ári. Ég veit hvernig á að verða meistari, en eftir mótið á Spa kólnuðu vonir mínar um að halda titilinum", sagði Raikkönen. Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Finninn Kimi Raikkönen segir að Ferrari stefni á fyrsta og annað sætið í Formúlu 1 mótinu í Kína um helgina. Þá kveðst hann hissa á því hvernig McLaren fóru að í fyrsta hring í síðustu keppni. "Ég vet ekk alveg hvað ökumennirnir fyrir aftan mig voru að hugsa. Þeir bremsuðu svo seint að það fór allt í eina kös og engin komst eðlilega í gegnum fyrstu beygjuna. Aðfarir McLaren ökumannanna kostuðu mig hugsanlegan sigur" sagði Raikkönen um mótið í Japan um síðustu helgi. "Ef ég hefði komist klakklaust gegnum fyrstu beygju, þá var ég á góðri leið að sigri í mótinu. Þess í stað var ég fastur fyrir aftan hægfæra bíla til að byrja með, en náði þó þriðja sætinu í lokin", sagði Raikkönen. Þar með var Raikkönen úr leik um meistaratitilinn, en Hamilton, Felipe Massa og Robert Kubica eiga allir möguleika á titilinum. Hamilton getur orðið meistari um helgina ef hann fær sex stigum meira en Massa. "Ég gaf allt mitt í titilbaráttuna og mun gera það á næsta ári. Ég veit hvernig á að verða meistari, en eftir mótið á Spa kólnuðu vonir mínar um að halda titilinum", sagði Raikkönen.
Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira