Hamilton: Stefni ekki á met Schumachers 27. nóvember 2008 13:53 Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1 ekur á Wembley 14. desember í móti meistaranna. mynd: kappakstur.is Það hefur farið lítið fyrir Lewis Hamilton síðan hann fagnaði titlinum með McLaren liðinu í Woking á dögunum. Hann hefur haldið sér í návígi við kærustuna og fjölskylduna og safnað kröftum. Hamilton verður 24 ára í janúar og þó hann eigi mörg ár eftir í Formúlu 1 segist hann ekki vera að stefna á met Schumachers, sjö titla og 91 sigur í mótum. "Mig langar að vinna fleiri titla, en met Schumachers er ekkert sérstakt keppikefli hjá mér. Það væri gaman að landa fleiri titlum, en að slá met Schumachers er ekki í sjónmáli", sagði Hamilton í viðtal við fréttablað á heimaslóðum McLaren. "Það er eitthvað innra með manni sem knýr mann áfram og það er magnað að fá stuðning frá McLaren. Ég trúði vart mótttökunum sem ég fékk hjá McLaren þegar ég hafði unnið titilinn. Maður verður bara að standa undir væntingum þeirra til að líða vel", sagði Hamilton. Kærasta Hamiltons, Nicole Scwarzinger er söngkona Pussycat Dolls og þau eru mjög náin hvort öðru og fjölskyldunni. Líklegt er að Hamilton verði kjörinn íþróttamaður ársins í Bretlandi. Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Það hefur farið lítið fyrir Lewis Hamilton síðan hann fagnaði titlinum með McLaren liðinu í Woking á dögunum. Hann hefur haldið sér í návígi við kærustuna og fjölskylduna og safnað kröftum. Hamilton verður 24 ára í janúar og þó hann eigi mörg ár eftir í Formúlu 1 segist hann ekki vera að stefna á met Schumachers, sjö titla og 91 sigur í mótum. "Mig langar að vinna fleiri titla, en met Schumachers er ekkert sérstakt keppikefli hjá mér. Það væri gaman að landa fleiri titlum, en að slá met Schumachers er ekki í sjónmáli", sagði Hamilton í viðtal við fréttablað á heimaslóðum McLaren. "Það er eitthvað innra með manni sem knýr mann áfram og það er magnað að fá stuðning frá McLaren. Ég trúði vart mótttökunum sem ég fékk hjá McLaren þegar ég hafði unnið titilinn. Maður verður bara að standa undir væntingum þeirra til að líða vel", sagði Hamilton. Kærasta Hamiltons, Nicole Scwarzinger er söngkona Pussycat Dolls og þau eru mjög náin hvort öðru og fjölskyldunni. Líklegt er að Hamilton verði kjörinn íþróttamaður ársins í Bretlandi.
Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira