The Godfather númer eitt 16. desember 2008 04:15 Hin sígilda mafíumynd The Godfather er í efsta sæti á lista Kvikmyndastofnunar Bandaríkjanna yfir bestu glæpamyndirnar. Kvikmyndastofnun Bandaríkjanna hefur sett saman lista yfir bestu myndir allra tíma í landinu í tíu flokkum. Ekki kemur á óvart að mafíumyndin The Godfather náði einu af toppsætunum. Tíu myndir voru valdar í hvern þeirra tíu flokka sem voru í boði. Auk The Godfather komust á toppinn stórvirki á borð við The Wizard of Oz, 2001: A Space Oddissey, Vertigo og Lawrence of the Arabia. Athygli vekur að meistari spennumyndanna, Alfred Hitchcock, á fjórar myndir í Ráðgátu-flokknum og að City Lights eftir Charles Chaplin var valin besta rómantíska gamanmyndin. Bar hún þar sigurorð af vinsælum myndum á borð við Annie Hall, When Harry Met Sally og Sleepless in Seattle. Einu myndirnar frá þessum áratug sem komst á listann voru The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring, Shrek og Finding Nemo. „Það er út af þessu sem listar sem þessir eru svona mikilvægir. Þeir halda þessum myndum inni í menningarlegri umræðu," sagði Bob Gazzale, forseti stofnunarinnar. „Þegar City Lights er heiðruð sem besta rómantíska gamanmyndin munu milljónir manna gefa henni gaum og horfa á hana." Leikarar, kvikmyndagerðarmenn, gagnrýnendur og aðrir í Hollywood tóku þátt í að velja myndirnar. Kvikmyndastofnunin hefur einnig valið tíu bestu bandarísku myndir þessa árs. Þær eru: Wall-E, Milk, The Dark Knight, Frost/Nixon, The Wrestler, Gran Torino, Iron Man, The Curious Case of Benjamin Button, Frozen River og Wendy and Lucy. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndastofnun Bandaríkjanna hefur sett saman lista yfir bestu myndir allra tíma í landinu í tíu flokkum. Ekki kemur á óvart að mafíumyndin The Godfather náði einu af toppsætunum. Tíu myndir voru valdar í hvern þeirra tíu flokka sem voru í boði. Auk The Godfather komust á toppinn stórvirki á borð við The Wizard of Oz, 2001: A Space Oddissey, Vertigo og Lawrence of the Arabia. Athygli vekur að meistari spennumyndanna, Alfred Hitchcock, á fjórar myndir í Ráðgátu-flokknum og að City Lights eftir Charles Chaplin var valin besta rómantíska gamanmyndin. Bar hún þar sigurorð af vinsælum myndum á borð við Annie Hall, When Harry Met Sally og Sleepless in Seattle. Einu myndirnar frá þessum áratug sem komst á listann voru The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring, Shrek og Finding Nemo. „Það er út af þessu sem listar sem þessir eru svona mikilvægir. Þeir halda þessum myndum inni í menningarlegri umræðu," sagði Bob Gazzale, forseti stofnunarinnar. „Þegar City Lights er heiðruð sem besta rómantíska gamanmyndin munu milljónir manna gefa henni gaum og horfa á hana." Leikarar, kvikmyndagerðarmenn, gagnrýnendur og aðrir í Hollywood tóku þátt í að velja myndirnar. Kvikmyndastofnunin hefur einnig valið tíu bestu bandarísku myndir þessa árs. Þær eru: Wall-E, Milk, The Dark Knight, Frost/Nixon, The Wrestler, Gran Torino, Iron Man, The Curious Case of Benjamin Button, Frozen River og Wendy and Lucy.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein