Formúla 1

Tímamótasamningur FIA og Formúlu 1 liða

FIA og samtök komust að samkomulagi í dag um að draga verulega úr rekstrarkostnaði.
FIA og samtök komust að samkomulagi í dag um að draga verulega úr rekstrarkostnaði.

FIA og forráðamenn Formúlu 1 liða gerðu tímamótasamning í dag til að draga verulega úr kostnaði vegna mósthalds og þátttöku í Formúlu 1. Stærstu keppnisliðin hafa kostað til allt að 400 miljónum dala á ársgrundvelli.

Forsvarsmenn sambands Formúlu 1 liða, þeir Luca Montezemolo frá Ferrari og John Howett, forseti Toyota liðsins sömdu við FIA fyrir hönd liðanna í Sviss í dag. Forráðamenn liðanna höfðu áður fundað í Kína um málið.

Meðal breytinga á reglum sem eiga minnka kostnað eru þær að vélar verða duga þrjú mót í stað tveggja í ár og bílaframleiðendur verða að útvega 25 vélar fyrir 10 miljónir evra fyrir lið sem smíðar ekki eign vélar. Þá á að takmarka æfingadaga liðanna 2009.

Þá er fjöldi annarra breytinga í burðarliðinum en hvorki FIA né FOTA, samstök keppnislið vildi tilgreina sérstaklega hvað breytist, auk þess sem nefnt hefur verið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×