Skemmti öskrandi Kínverjum 19. maí 2008 00:01 Heiða og rapparinn Paco. Hann reynir nú að búa til hipphoppmenningu í Kína og fór yfir um af gleði þegar Heiða leyfði honum að heyra í Quarashi og Rottweilerhundum. Hljómsveitin Hellvar er nýkomin frá Kína þar sem hún spilaði á þrennum tónleikum. „Ég hef bara aldrei upplifað annað eins," segir Heiða Eiríksdóttir, söngkona Hellvars, um viðtökur Kínverja á tónleikum sveitarinnar. „Það voru bara allir að missa sig. Sverrir bassaleikari sagði eftir fyrsta lagið að nú skildi hann hvernig Bítlunum leið því það var svo mikið öskrað að við heyrðum varla í sjálfum okkur." Heiða er með skýringu á látunum. „Ég held að fólkið hafi hreinlega skilið gamla leiðinlega lífið sitt eftir og alveg sleppt sér á tónleikunum. Þarna eru margir sem vinna langan vinnudag í ömurlegri vinnu og fá kannski ekki nema þrjá frídaga á mánuði. Fólkið fór því bara í eitthvert ástand. Öskraði og gólaði og dansaði einhverja furðulega hringdansa." Það var duglegur Íslendingur, Ásgeir Tómasson, sem kom tónleikunum í kring og auk Hellvars spilaði keflvíska hljómsveitin Vicky Pollard. Upphaflega stóð til að spila á útitónleikum. „Kínversk stjórnvöld settu bara ný lög þrem dögum áður en við fórum út sem banna að fleiri en hundrað manns safnist saman á einum stað úti við. Því varð að færa alla tónleikana í hús. Þessu verður víst breytt aftur eftir Ólympíuleikana." Tónleikarnir voru í Peking sem Heiða segir stórkostlega borg. „Það eru hermenn með byssur úti um allt en þegar maður hefur vanist því finnst manni borgin bara afslöppuð. Meira að segja úti í súpermarkaði eru herlögreglumenn með alvæpni sem hjálpa manni að raða ofan í poka. Mjög sérstakt!" Þetta er hugsanlega bara fyrsta skrefið í Kínaævintýrum Hellvars því sveitin er bókuð aftur í Kína í október. „Nú förum við að safna fyrir flugmiðunum," segir Heiða. Tónlist Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Sjá meira
Hljómsveitin Hellvar er nýkomin frá Kína þar sem hún spilaði á þrennum tónleikum. „Ég hef bara aldrei upplifað annað eins," segir Heiða Eiríksdóttir, söngkona Hellvars, um viðtökur Kínverja á tónleikum sveitarinnar. „Það voru bara allir að missa sig. Sverrir bassaleikari sagði eftir fyrsta lagið að nú skildi hann hvernig Bítlunum leið því það var svo mikið öskrað að við heyrðum varla í sjálfum okkur." Heiða er með skýringu á látunum. „Ég held að fólkið hafi hreinlega skilið gamla leiðinlega lífið sitt eftir og alveg sleppt sér á tónleikunum. Þarna eru margir sem vinna langan vinnudag í ömurlegri vinnu og fá kannski ekki nema þrjá frídaga á mánuði. Fólkið fór því bara í eitthvert ástand. Öskraði og gólaði og dansaði einhverja furðulega hringdansa." Það var duglegur Íslendingur, Ásgeir Tómasson, sem kom tónleikunum í kring og auk Hellvars spilaði keflvíska hljómsveitin Vicky Pollard. Upphaflega stóð til að spila á útitónleikum. „Kínversk stjórnvöld settu bara ný lög þrem dögum áður en við fórum út sem banna að fleiri en hundrað manns safnist saman á einum stað úti við. Því varð að færa alla tónleikana í hús. Þessu verður víst breytt aftur eftir Ólympíuleikana." Tónleikarnir voru í Peking sem Heiða segir stórkostlega borg. „Það eru hermenn með byssur úti um allt en þegar maður hefur vanist því finnst manni borgin bara afslöppuð. Meira að segja úti í súpermarkaði eru herlögreglumenn með alvæpni sem hjálpa manni að raða ofan í poka. Mjög sérstakt!" Þetta er hugsanlega bara fyrsta skrefið í Kínaævintýrum Hellvars því sveitin er bókuð aftur í Kína í október. „Nú förum við að safna fyrir flugmiðunum," segir Heiða.
Tónlist Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Sjá meira