Lífið

„Ég fæddist fyrir þessa stund“

Bjarki Sigurðsson skrifar
Væb-strákarnir geta ekki beðið eftir því að stíga á stóra sviðið í kvöld.
Væb-strákarnir geta ekki beðið eftir því að stíga á stóra sviðið í kvöld. AP/Peter Schneider

Síðasta rennsli Væb-strákanna á Eurovision-atriði þeirra gekk eins og í sögu. Nú styttist í stóru stundina en þeir eru fyrstir á svið klukkan 19 í kvöld. 

Tæpir fimm klukkutíma eru í að Væb-strákarnir stigi á svið á Eurovision í Basel. Þeir voru nýbúnir að taka þátt í síðasta rennsli keppninnar í dag þegar fréttastofa náði stuttu tali af þeim. 

„Við erum mjög sáttir með þetta. Þetta er bara geðveikt. gekk mjög vel,“ segja bræðurnir.

Hvað fór úrskeiðis?

„Ekkert. Þetta var fullkomið. Þetta var allt sem við vildum,“ segja bræðurnir. 

Gætuð þið verið meira tilbúnir fyrir kvöldið í kvöld?

„Nei, ég held ekki. Ég fæddist fyrir þessa stund. Ég er svo tilbúinn,“ segir Hálfdán.

Skilaboð til fólksins heima?

„Spennið beltin. Þetta verður algjör veisla,“ segir Hálfdán.

Þið eruð búnir að njóta almennilega, getið ekki beðið og þetta er að bresta á?

„Já, það er nákvæmlega þannig. Það sem þú sagðir. Þetta getur ekki klikkað. Bæng,“ segir Matthías.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.