Montoya: Hamilton gæti sín á Massa 29. október 2008 14:44 Juan Pablo Montoya ók með McLaren og telur að Massa vinni á heimavelli. en Hamilton verði meistari. mynd: Getty Images Fyrrum McLaren maðurinn Juan Pablo Montoya bendir Lewis Hamilton á það að gæta sín á því að fara í návígi við Felipe Massa í lokamótinu um helgina. Þeir lentu í samstuði á dögunum og Hamilton tapaði hressilega á því. Hamilton er sjö stigum á undan Massa og Montoya telur að hann eigi að halda sig víðsfjarri Massa í mótinu. "Ég held að Massa vinni mótið í Brasilíu, en Hamilton verði meistari. Ef ég væri í sporum Hamilton, þá myndi ég forðast að vera nálægt Massa í lengstu lög. Hleypa honum framúr ef hann væri fyrir aftan mig", sagði Montoya í samtali við Autossport. "Það er freistandi að reyna vinna hvert einasta mót, en það er óþarfi fyrir Hamilton í stöðunni. Hamilton þarf að vera skynsamur og ná í nógu mörg stil til að verða meistari. Sigur er ekki málið." "McLaren hefur fagnað meistaratitilum og ég verð hissa ef hannn hirðir ekki titilinn á sunnudaginn. Hamilton er frábær náungi og hefur gert góða hluti í Formúlu 1", sagði Monoyoa. Montoya ekur núna í Nascar mótaröðinni og fór í raun í fússi frá McLaren. Hann þótti alltaf skapstirður og hefur lent í ýmsum uppákomum í bandarísku mótaröðinni, en er mjög vinsæll meðal áhorfenda. Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fyrrum McLaren maðurinn Juan Pablo Montoya bendir Lewis Hamilton á það að gæta sín á því að fara í návígi við Felipe Massa í lokamótinu um helgina. Þeir lentu í samstuði á dögunum og Hamilton tapaði hressilega á því. Hamilton er sjö stigum á undan Massa og Montoya telur að hann eigi að halda sig víðsfjarri Massa í mótinu. "Ég held að Massa vinni mótið í Brasilíu, en Hamilton verði meistari. Ef ég væri í sporum Hamilton, þá myndi ég forðast að vera nálægt Massa í lengstu lög. Hleypa honum framúr ef hann væri fyrir aftan mig", sagði Montoya í samtali við Autossport. "Það er freistandi að reyna vinna hvert einasta mót, en það er óþarfi fyrir Hamilton í stöðunni. Hamilton þarf að vera skynsamur og ná í nógu mörg stil til að verða meistari. Sigur er ekki málið." "McLaren hefur fagnað meistaratitilum og ég verð hissa ef hannn hirðir ekki titilinn á sunnudaginn. Hamilton er frábær náungi og hefur gert góða hluti í Formúlu 1", sagði Monoyoa. Montoya ekur núna í Nascar mótaröðinni og fór í raun í fússi frá McLaren. Hann þótti alltaf skapstirður og hefur lent í ýmsum uppákomum í bandarísku mótaröðinni, en er mjög vinsæll meðal áhorfenda.
Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira