Tvenn verðlaun í Barcelona 14. október 2008 04:00 Stuttmynd Daggar vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Sitges í Barcelona. Stuttmynd Daggar Mósesdóttur, Eyja, hlaut tvenn verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Sitges í Barcelona. Dögg hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórnina og þeir Hilmar Örn Hilmarsson og Örn Eldjárn fyrir bestu tónlistina. Verðlaunin voru afhent síðastliðinn laugardag en Dögg sá sér ekki fært að mæta vegna efnahagsástandsins hérlendis. „Það var mikil pressa á mér að fara út en ég treysti mér ekki til að fara úr landi," segir hún. „Vinir mínir úti fögnuðu mikið fyrir mig og tóku á móti verðlaununum. Það er gaman að leyfa þeim að fá smá hrós." Myndin, sem var tekin upp í Grundarfirði árið 2006, var verðlaunaverkefni sem Dögg fékk við útskrift úr kvikmyndaskóla sínum í Barcelona. „Við gátum gert stuttmynd og máttum ráða efnistökum. Ég ákvað að gera hana á Íslandi og taka með mér sautján bekkjarfélaga til Grundarfjarðar," segir hún. „Þetta var algjört ævintýri. Við gerðum þessa mynd með Ilmi Kristjánsdóttur í einu af aðalhlutverkunum og hinir leikararnir voru ættingjar og vinir og fólk úr Grundarfirði." Myndinni verður nú dreift um kvikmyndahátíðir víða um heim og segir Dögg að verðlaunin um helgina eigi eftir að hjálpa til við kynningu hennar. „Yfirleitt þegar maður fær verðlaun á einhverri hátíð fara hinir að taka við sér," segir hún. Þess má geta að ein þeirra mynda sem hafa unnið á Sitges-hátíðinni var síðar meir tilnefnd til Óskarsverðlauna og því ljóst að um virta og vel heppnaða hátíð er að ræða. - fb Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Stuttmynd Daggar Mósesdóttur, Eyja, hlaut tvenn verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Sitges í Barcelona. Dögg hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórnina og þeir Hilmar Örn Hilmarsson og Örn Eldjárn fyrir bestu tónlistina. Verðlaunin voru afhent síðastliðinn laugardag en Dögg sá sér ekki fært að mæta vegna efnahagsástandsins hérlendis. „Það var mikil pressa á mér að fara út en ég treysti mér ekki til að fara úr landi," segir hún. „Vinir mínir úti fögnuðu mikið fyrir mig og tóku á móti verðlaununum. Það er gaman að leyfa þeim að fá smá hrós." Myndin, sem var tekin upp í Grundarfirði árið 2006, var verðlaunaverkefni sem Dögg fékk við útskrift úr kvikmyndaskóla sínum í Barcelona. „Við gátum gert stuttmynd og máttum ráða efnistökum. Ég ákvað að gera hana á Íslandi og taka með mér sautján bekkjarfélaga til Grundarfjarðar," segir hún. „Þetta var algjört ævintýri. Við gerðum þessa mynd með Ilmi Kristjánsdóttur í einu af aðalhlutverkunum og hinir leikararnir voru ættingjar og vinir og fólk úr Grundarfirði." Myndinni verður nú dreift um kvikmyndahátíðir víða um heim og segir Dögg að verðlaunin um helgina eigi eftir að hjálpa til við kynningu hennar. „Yfirleitt þegar maður fær verðlaun á einhverri hátíð fara hinir að taka við sér," segir hún. Þess má geta að ein þeirra mynda sem hafa unnið á Sitges-hátíðinni var síðar meir tilnefnd til Óskarsverðlauna og því ljóst að um virta og vel heppnaða hátíð er að ræða. - fb
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein