Riches á hvíta tjaldið 22. nóvember 2008 03:30 Eddie Izzard og Minnie Driver. Breski grínistinn Eddie Izzard ætlar að búa til kvikmynd byggða á sjónvarpsþáttum sínum The Riches. Izzard lék aðalhlutverkið í þeim ásamt Minnie Driver en sjónvarpsstöðin FOX ákvað að hætta framleiðslunni eftir tvær þáttaraðir. The Riches voru tilnefndir til Golden Globe- og Emmy-verðlaunanna og fjölluðu um fjölskyldu sem hafði lifibrauð sitt af því að svindla á öðru fólki. „Við funduðum og handritshöfundarnir ætla að búa til sögu," sagði Izzard við BBC. „Við ætlum að safna pening eins og Barack Obama gerði í gegnum netið og við ætlum að taka upp að hætti skæruliða. Við ætlum að mæta á staðinn og taka upp án þess kannski að hafa leyfi fyrir því." Izzard dvelur þessa dagana í London þar sem uppistandssýning hans, Stripped, fer fram. Hann játar að núna sé ekki besti tíminn fyrir sjálfstæða framleiðendur eins og hann til að safna fyrir nýju myndinni. „Það er erfitt að ná í pening og þess vegna þarf maður að beita nýjum ráðum." Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Breski grínistinn Eddie Izzard ætlar að búa til kvikmynd byggða á sjónvarpsþáttum sínum The Riches. Izzard lék aðalhlutverkið í þeim ásamt Minnie Driver en sjónvarpsstöðin FOX ákvað að hætta framleiðslunni eftir tvær þáttaraðir. The Riches voru tilnefndir til Golden Globe- og Emmy-verðlaunanna og fjölluðu um fjölskyldu sem hafði lifibrauð sitt af því að svindla á öðru fólki. „Við funduðum og handritshöfundarnir ætla að búa til sögu," sagði Izzard við BBC. „Við ætlum að safna pening eins og Barack Obama gerði í gegnum netið og við ætlum að taka upp að hætti skæruliða. Við ætlum að mæta á staðinn og taka upp án þess kannski að hafa leyfi fyrir því." Izzard dvelur þessa dagana í London þar sem uppistandssýning hans, Stripped, fer fram. Hann játar að núna sé ekki besti tíminn fyrir sjálfstæða framleiðendur eins og hann til að safna fyrir nýju myndinni. „Það er erfitt að ná í pening og þess vegna þarf maður að beita nýjum ráðum."
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein