Rallmeistarinn snöggur í Formúlu 1 18. nóvember 2008 09:22 Sebastian Loeb setur á sig hjálminn á Barcelona brautinni þar sem hann er við æfingar með Formúlu 1 liði Red Bull. Mynd: Getty Images Frakkinn Sebastian Loeb, sem er fimmfaldur heimsmeistari í rallakstri æfir á Formúlu 1 bíl í Barcelona í dag og hann ók einnig í gær. Hann náði mjög frambærilegum tíma á Red Bill í samkeppni við reynda kappaksturskappa. Loeb tryggði sér nýverið meistaratitilinn í fimmta sinn, en hann ekur með Citroen. Lið hans er styrkt af Red Bull og sem verðlaun fyrir titilinn fékk hann prufu með Red Bull. Hann ók líka á Silverstone í síðustu, en var þá einn síns liðs. Núna fær hann samanburð við reynslubolta í kappakstri. "Það sem er erfiðast að venjast er að það er bara drif að aftan, ekki fjórhjóladrif eins og í rallbílnum mínum. Svo er stórt mál að skilja hvað bremsurnar eru öflugar í Formúlu 1 bíl, að meta hraðann og hvenær á að stoppa", sagði Loeb um akstur Formúlu 1 bíls. Loeb náði áttunda besta tíma í gær, en sautján ökumenn æfðu af kappi á Barcleona brautinni. "Ég held ég sé of gamall til að fá sæti í Formúlu 1 og keppi í rallakstri á næsta ári. En ég gæti vel hugsað mér brautar kappakstur þegar rall ferli mínum líkur", sagði Loeb. Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Frakkinn Sebastian Loeb, sem er fimmfaldur heimsmeistari í rallakstri æfir á Formúlu 1 bíl í Barcelona í dag og hann ók einnig í gær. Hann náði mjög frambærilegum tíma á Red Bill í samkeppni við reynda kappaksturskappa. Loeb tryggði sér nýverið meistaratitilinn í fimmta sinn, en hann ekur með Citroen. Lið hans er styrkt af Red Bull og sem verðlaun fyrir titilinn fékk hann prufu með Red Bull. Hann ók líka á Silverstone í síðustu, en var þá einn síns liðs. Núna fær hann samanburð við reynslubolta í kappakstri. "Það sem er erfiðast að venjast er að það er bara drif að aftan, ekki fjórhjóladrif eins og í rallbílnum mínum. Svo er stórt mál að skilja hvað bremsurnar eru öflugar í Formúlu 1 bíl, að meta hraðann og hvenær á að stoppa", sagði Loeb um akstur Formúlu 1 bíls. Loeb náði áttunda besta tíma í gær, en sautján ökumenn æfðu af kappi á Barcleona brautinni. "Ég held ég sé of gamall til að fá sæti í Formúlu 1 og keppi í rallakstri á næsta ári. En ég gæti vel hugsað mér brautar kappakstur þegar rall ferli mínum líkur", sagði Loeb.
Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira