Að sofa eins og ungbarn 6. nóvember 2008 04:00 Arna Skúladóttir, svefnráðgjafi og rithöfundur, er stofnandi Foreldraskólans sem hefur að markmiðið að auðvelda foreldrum aðgengi að upplýsingum um svefn, næringu og þroska barna, og líðan foreldra, byggt á niðurstöðum íslenskra og erlendra rannsókna og faglegri reynslu. fréttablaðið/gva „Við fáum á göngudeild Barnaspítala Hringsins um 400 börn á ári, og foreldrar svipaðs fjölda leita ráða hjá símaþjónustu Foreldraskólans, sem er angi út frá göngudeildinni og ég stofnaði um áramótin 2004-2005 þegar mig langaði að vinna meira í forvörnum gegn svefnvandamálum barna," segir Arna Skúladóttir barnahjúkrunarfræðingur, svefnráðgjafi og höfundur hinnar geysivinsælu bókar Draumaland, sem kom út árið 2006 og tekur á svefni og svefnvenjum barna frá fæðingu til tveggja ára. „Innlagnir vegna svefnvandamála heyra til algjörra undantekninga í dag, en voru nokkuð algengar hér áður. Ætli ástæðan sé ekki sú að við sem vinnum við þetta erum orðnar betri í því að ráðleggja foreldrum réttu lausnirnar, og nú eru börn frekar lögð inn til ömmu og afa, eða þá að foreldrar fara með barn sitt í annað umhverfi, sem er heilladrjúgt þegar þarf að brjóta upp fastan vana," segir Arna. „Þegar barn grætur mikið á háttatíma og um nætur er eðlilegt að velta fyrir sér hvort eitthvað ami að. Því ráðlegg ég alltaf góða læknisskoðun áður en ný svefnaðferð eru reynd, til að leggja ekki meira á börnin," segir Arna og bætir við að eðlilegt sé að smábörn rumski allt frá þrisvar til fimm sinnum á nóttu, en undir venjulegum kringumstæðum sofni þau aftur án aðstoðar. „Þau börn sem koma til mín þurfa aðstoð við að sofna aftur; gráta mikið, garga eða kalla eftir einhverju. Ef barn getur ekki sofnað að kvöldi án aðstoðar er mun líklegra að það geti það ekki heldur þegar það rumskar eða vaknar upp á næturna," segir Arna um eina ástæðu af mörgum. „Það er alltaf ákveðin prósenta barna sem glímir við svefnvanda þegar þau eru lítil; trúlega út af persónueinkennum sem svo fylgja þeim áfram og detta þá inn í vesen með svefn þegar breytingar verða á lífi þeirra, eins og þegar byrjað er hjá dagmömmu, í leikskóla, við flutninga og fleira, en sum börn þola slíkar breytingar illa," segir Arna og nefnir ákveðið lundarfar sem einkennir börn með svefnvanda. „Hjá yngstu börnunum er það að vera auðtruflaður, en hjá börnum á leikskólaaldri er það hreyfivirkni, það að hafa langa aðlögun að hlutum og sýna sterk tilfinningaviðbrögð, sem á íslensku útleggst að vera dramatískur," segir Arna sem er sest við skriftir á framhaldsbók um Draumalandið, eftir mikla eftirspurn. „Ég er byrjuð að skrifa bókina, en á langt í land með að klára hana. Hún verður um svefn og svefnvenjur tveggja til fimm ára barna, með áherslu á persónueinkenni, sem er óskaplega skemmtileg vangavelta í tengslum við svefn." Á laugardag stendur Foreldraskólinn fyrir tveimur sívinsælum námskeiðum, ætlað foreldrum 2ja til 10 mánaða barna, og 10 mánaða til 2ja ára barna. Við Foreldraskólann starfa ásamt Örnu, þær Ingibjörg Leifsdóttir og Rakel Jónsdóttir, en allar hafa þær langa reynslu af vinnu með foreldrum barna á Barnaspítalanum. „Þar hvetjum við báða foreldra til að koma og förum í svefninn; til hvers maður getur ætlast, eðlilegan svefn og þróun; næringu og þroska, það að verða foreldri, því öll viljum við verða góðir foreldrar, en mismunandi viðhorf til uppeldis í þjóðfélaginu, en okkar útgangspunktur er að börn eru ólík og þeim geta passað mjög ólíkar uppeldisaðferðir." Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðunni www.foreldraskoli.is, sem í dag opnar í endurgerðri útgáfu með gnótt fróðleiks og nýs efnis um svefn og næringu barna. thordis@frettabladid.is Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
„Við fáum á göngudeild Barnaspítala Hringsins um 400 börn á ári, og foreldrar svipaðs fjölda leita ráða hjá símaþjónustu Foreldraskólans, sem er angi út frá göngudeildinni og ég stofnaði um áramótin 2004-2005 þegar mig langaði að vinna meira í forvörnum gegn svefnvandamálum barna," segir Arna Skúladóttir barnahjúkrunarfræðingur, svefnráðgjafi og höfundur hinnar geysivinsælu bókar Draumaland, sem kom út árið 2006 og tekur á svefni og svefnvenjum barna frá fæðingu til tveggja ára. „Innlagnir vegna svefnvandamála heyra til algjörra undantekninga í dag, en voru nokkuð algengar hér áður. Ætli ástæðan sé ekki sú að við sem vinnum við þetta erum orðnar betri í því að ráðleggja foreldrum réttu lausnirnar, og nú eru börn frekar lögð inn til ömmu og afa, eða þá að foreldrar fara með barn sitt í annað umhverfi, sem er heilladrjúgt þegar þarf að brjóta upp fastan vana," segir Arna. „Þegar barn grætur mikið á háttatíma og um nætur er eðlilegt að velta fyrir sér hvort eitthvað ami að. Því ráðlegg ég alltaf góða læknisskoðun áður en ný svefnaðferð eru reynd, til að leggja ekki meira á börnin," segir Arna og bætir við að eðlilegt sé að smábörn rumski allt frá þrisvar til fimm sinnum á nóttu, en undir venjulegum kringumstæðum sofni þau aftur án aðstoðar. „Þau börn sem koma til mín þurfa aðstoð við að sofna aftur; gráta mikið, garga eða kalla eftir einhverju. Ef barn getur ekki sofnað að kvöldi án aðstoðar er mun líklegra að það geti það ekki heldur þegar það rumskar eða vaknar upp á næturna," segir Arna um eina ástæðu af mörgum. „Það er alltaf ákveðin prósenta barna sem glímir við svefnvanda þegar þau eru lítil; trúlega út af persónueinkennum sem svo fylgja þeim áfram og detta þá inn í vesen með svefn þegar breytingar verða á lífi þeirra, eins og þegar byrjað er hjá dagmömmu, í leikskóla, við flutninga og fleira, en sum börn þola slíkar breytingar illa," segir Arna og nefnir ákveðið lundarfar sem einkennir börn með svefnvanda. „Hjá yngstu börnunum er það að vera auðtruflaður, en hjá börnum á leikskólaaldri er það hreyfivirkni, það að hafa langa aðlögun að hlutum og sýna sterk tilfinningaviðbrögð, sem á íslensku útleggst að vera dramatískur," segir Arna sem er sest við skriftir á framhaldsbók um Draumalandið, eftir mikla eftirspurn. „Ég er byrjuð að skrifa bókina, en á langt í land með að klára hana. Hún verður um svefn og svefnvenjur tveggja til fimm ára barna, með áherslu á persónueinkenni, sem er óskaplega skemmtileg vangavelta í tengslum við svefn." Á laugardag stendur Foreldraskólinn fyrir tveimur sívinsælum námskeiðum, ætlað foreldrum 2ja til 10 mánaða barna, og 10 mánaða til 2ja ára barna. Við Foreldraskólann starfa ásamt Örnu, þær Ingibjörg Leifsdóttir og Rakel Jónsdóttir, en allar hafa þær langa reynslu af vinnu með foreldrum barna á Barnaspítalanum. „Þar hvetjum við báða foreldra til að koma og förum í svefninn; til hvers maður getur ætlast, eðlilegan svefn og þróun; næringu og þroska, það að verða foreldri, því öll viljum við verða góðir foreldrar, en mismunandi viðhorf til uppeldis í þjóðfélaginu, en okkar útgangspunktur er að börn eru ólík og þeim geta passað mjög ólíkar uppeldisaðferðir." Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðunni www.foreldraskoli.is, sem í dag opnar í endurgerðri útgáfu með gnótt fróðleiks og nýs efnis um svefn og næringu barna. thordis@frettabladid.is
Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira