Saga eftir Palahniuk í bíó 23. október 2008 08:00 Auglýsingaplakat fyrir þekktustu mynd sem gerð hefur verið eftir sögu Chucks Palahniuk. Þær fregnir bárust nýverið frá draumaverksmiðjunni í Hollywood að til stæði að kvikmynda enn eina af sögum rithöfundarins Chuck Palahniuk, en hann er þekktastur á meðal kvikmynda-áhugafólks fyrir að hafa skrifað söguna sem kvikmyndin Fight Club var gerð eftir. Myndin sú hefur allt frá frumsýningu notið gríðarlegra vinsælda og virðingar og hefur meðal annars reglulega birst á listum kvikmyndaaðdáenda um heim allan yfir bestu myndir allra tíma. Nú stendur til að kvikmynda söguna Haunted sem kom út árið 2005, en í henni segir frá hópi rithöfunda sem sækjast eftir að komast að í afskekktu listamanaathvarfi til þess að leggja stund á skriftir. Þegar þeir koma á staðinn renna á þá tvær grímur, enda kemur í ljós að þeir eru, gegn vilja sínum, orðnir þátttakendur í raunveruleikasjónvarpsþætti sem reynir svo um munar á þolrif þeirra. Stjórnendur þáttarins skrúfa fyrir hita, vatn og rafmagn og rithöfundarnir verða sífellt skapstirðari. Eins og Palahniuks er von og vísa endar ævintýrið svo á óvæntan hátt, en nánari upplýsingar um endinn liggja þó hvergi á lausu. Nokkuð er í að tökur á Haunted hefjist, en þeir sem eiga bágt með að bíða eftir næstu Palahniuk-kvikmynd þurfa þó ekki að örvænta þar sem kvikmynd byggð á sögunni Choke er væntanleg í kvikmyndahús síðar í vetur. Einnig er verið að vinna að kvikmyndagerðum af sögunum Invisible Monsters og Survivor. - vþ Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Þær fregnir bárust nýverið frá draumaverksmiðjunni í Hollywood að til stæði að kvikmynda enn eina af sögum rithöfundarins Chuck Palahniuk, en hann er þekktastur á meðal kvikmynda-áhugafólks fyrir að hafa skrifað söguna sem kvikmyndin Fight Club var gerð eftir. Myndin sú hefur allt frá frumsýningu notið gríðarlegra vinsælda og virðingar og hefur meðal annars reglulega birst á listum kvikmyndaaðdáenda um heim allan yfir bestu myndir allra tíma. Nú stendur til að kvikmynda söguna Haunted sem kom út árið 2005, en í henni segir frá hópi rithöfunda sem sækjast eftir að komast að í afskekktu listamanaathvarfi til þess að leggja stund á skriftir. Þegar þeir koma á staðinn renna á þá tvær grímur, enda kemur í ljós að þeir eru, gegn vilja sínum, orðnir þátttakendur í raunveruleikasjónvarpsþætti sem reynir svo um munar á þolrif þeirra. Stjórnendur þáttarins skrúfa fyrir hita, vatn og rafmagn og rithöfundarnir verða sífellt skapstirðari. Eins og Palahniuks er von og vísa endar ævintýrið svo á óvæntan hátt, en nánari upplýsingar um endinn liggja þó hvergi á lausu. Nokkuð er í að tökur á Haunted hefjist, en þeir sem eiga bágt með að bíða eftir næstu Palahniuk-kvikmynd þurfa þó ekki að örvænta þar sem kvikmynd byggð á sögunni Choke er væntanleg í kvikmyndahús síðar í vetur. Einnig er verið að vinna að kvikmyndagerðum af sögunum Invisible Monsters og Survivor. - vþ
Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein