Rafknúinn sportbíll rennir úr hlaði 4. maí 2008 12:55 Tveggja sæta sportbíll, Tesla Roadster, sem eingöngu er knúinn rafmagni hefur litið dagsins ljós. Hann er knúinn lithium-ion rafhlöðum og kostar tæplega 8 milljónir kr. Bílaframleiðandinn Tesla hefur unnið að þróun bílsins í nokkur ár en þeir fyrstu munu koma á almennan markað í næstu viku í Kaliforníu. Þeir sem prufukeyrt hafa bílinn segja að það sé eins og að sitja í þotu er hann tekur af stað. Helgast það af því að allur krafturinn úr rafhlöðunum er til umráða um leið og bílnum er startað. Tesla Roadster er innan við fjórar sekúndur úr kyrrstöðu og upp í 100 km hraða. Hámarkshraðinn er rúmlega 200 km á klst. og hægt er að aka honum nær 400 km án þess að þurfa að endurhlaða rafhlöðurnar. Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent
Tveggja sæta sportbíll, Tesla Roadster, sem eingöngu er knúinn rafmagni hefur litið dagsins ljós. Hann er knúinn lithium-ion rafhlöðum og kostar tæplega 8 milljónir kr. Bílaframleiðandinn Tesla hefur unnið að þróun bílsins í nokkur ár en þeir fyrstu munu koma á almennan markað í næstu viku í Kaliforníu. Þeir sem prufukeyrt hafa bílinn segja að það sé eins og að sitja í þotu er hann tekur af stað. Helgast það af því að allur krafturinn úr rafhlöðunum er til umráða um leið og bílnum er startað. Tesla Roadster er innan við fjórar sekúndur úr kyrrstöðu og upp í 100 km hraða. Hámarkshraðinn er rúmlega 200 km á klst. og hægt er að aka honum nær 400 km án þess að þurfa að endurhlaða rafhlöðurnar.
Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent