Massa: Heimskulegt að hugsa um Hamilton 1. nóvember 2008 18:16 Massa og Hamilton munu berjast um titilinn sem Raikkönen vann í fyrra. mynd: Getty Images Felipe Massa segist ekki gefa Lewis Hamilton neinn gaum eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum í dag. Massa stefnir á sigur í mótinu og segir að árangur Lewis Hamilton ráði því hvor verður meistari. Ef Massa vinnur, þá verður Hamilton að ná fimmta sæti til að verða meistari. Ef það tekst ekki, þá verður Massa meistari. Fyrir aftan Hamilton ræsir Fernando Alonso. "Ég er ekki að hugsa um hvað Hamilton er að gera. Það er heimskulegt. Ég verð að einbeita mér að akstrinum, ekki hugsa um keppinautinn", sagði Massa. "Það eru 73 hringir á morgun og keppnin er löng og ströng. Bíllinn er góður og hefur alltaf verið góður á þessari braut. Það er rafmögnuð stemmning á heimavelli mínum og auðvitað hjálpar það mér. Ég er fremstur á ráslínú þriðja árið i röð og það er frábær tilfinning", sagði Massa. Hamilton var ekki eins glaðreifur og Massa, en líst ágætlega á stöðuna. "Mótið verður erfitt og ég verð að passa upp á dekkin. Ég held það sé öruggt að keppinautar okkar eru á bensínléttari bílum, sem gæti komið þeim í koll", sagði Hamilton. Sjá brautarlýsingu og tölfræði Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Felipe Massa segist ekki gefa Lewis Hamilton neinn gaum eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum í dag. Massa stefnir á sigur í mótinu og segir að árangur Lewis Hamilton ráði því hvor verður meistari. Ef Massa vinnur, þá verður Hamilton að ná fimmta sæti til að verða meistari. Ef það tekst ekki, þá verður Massa meistari. Fyrir aftan Hamilton ræsir Fernando Alonso. "Ég er ekki að hugsa um hvað Hamilton er að gera. Það er heimskulegt. Ég verð að einbeita mér að akstrinum, ekki hugsa um keppinautinn", sagði Massa. "Það eru 73 hringir á morgun og keppnin er löng og ströng. Bíllinn er góður og hefur alltaf verið góður á þessari braut. Það er rafmögnuð stemmning á heimavelli mínum og auðvitað hjálpar það mér. Ég er fremstur á ráslínú þriðja árið i röð og það er frábær tilfinning", sagði Massa. Hamilton var ekki eins glaðreifur og Massa, en líst ágætlega á stöðuna. "Mótið verður erfitt og ég verð að passa upp á dekkin. Ég held það sé öruggt að keppinautar okkar eru á bensínléttari bílum, sem gæti komið þeim í koll", sagði Hamilton. Sjá brautarlýsingu og tölfræði
Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira