Fastur í fangabúðum 6. nóvember 2008 07:00 Á Flótta Steve Zahn og Christian Bale í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Rescue Dawn. Kvikmyndaleikstjórinn Werner Herzog snýr aftur með enn eina myndina um óvenjuleg átök manns og náttúru. Myndin skartar stjörnunum Christian Bale og Steve Zhan í aðalhlutverkum. Íslensk kvikmyndahús taka myndina Rescue Dawn til sýninga nú um helgina, en myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í fyrra. Rescue Dawn er eins konar endurgerð á heimildarmyndinni Little Dieter needs to fly frá árinu 1997, en Herzog var einnig leikstjóri hennar. Í Rescue Dawn fá áhorfendur að kynnast sannri sögu flugmannsins Dieters Dengler, þýskættaðs Bandaríkjamanns, sem berst í Víetnamstríðinu á sjöunda áratugnum, en er skotinn niður af óvinum og tekinn til fanga. Hans bíður grimmileg vist í fangabúðum djúpt inni í frumskóginum ásamt öðrum bandarískum föngum þar sem þeir eru sveltir og pyntaðir. Dengler missir þó aldrei vonina og lífsviljann, heldur leggur á ráðin um að flýja úr búðunum. Dengler og samfangar hans hrinda flóttaáætlun sinni í framkvæmd, en þurfa í kjölfarið að lifa af ferðalag í gegnum óvæginn frumskóginn. Saga Denglers er sannarlega með merkilegri lífsafkomusögum síðari ára og því ekki undarlegt að hún þyki prýðilegt efni í kvikmynd. Jafnframt þarf fæstum að koma það mikið á óvart að leikstjórinn Werner Herzog hafi heillast af sögu hans, en Herzog hefur áður laðast að því að myndgera lífshlaup manna sem hafa óvenjuleg lífsviðhorf og takast á við náttúruna á beinan hátt. Þessi stef voru til að mynda einnig afar áberandi í heimildarmyndinni Grizzly Man frá árinu 2005, en þar notaðist Herzog við upptökur og viðtöl til þess að lýsa lífi og dauða bjarndýraáhugamannsins Timothy Trackwell, sem lifði sínu lífi að miklu leyti utan mannlegs samfélags. Rescue Dawn hefur víðast hvar erlendis fengið góða dóma í blöðum og öðrum fjölmiðlum. Hún fær einkunnina 90% á vefsíðunni www.rottentomatoes.com og 7,6 stig af tíu á vefsíðunni www.imdb.com. Herzog þykir koma raunalegri sögu hins kjarkaða Denglers vel til skila og ekki síst þykir Christian Bale standa sig vel í aðalhlutverki myndarinnar. Sýning myndarinnar í kvikmyndahúsum hér er því augljóslega fagnaðarefni fyrir aðdáendur þessara tveggja listamanna sem og allra sem njóta þess að sjá myndir um sigur mannsandans. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndaleikstjórinn Werner Herzog snýr aftur með enn eina myndina um óvenjuleg átök manns og náttúru. Myndin skartar stjörnunum Christian Bale og Steve Zhan í aðalhlutverkum. Íslensk kvikmyndahús taka myndina Rescue Dawn til sýninga nú um helgina, en myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í fyrra. Rescue Dawn er eins konar endurgerð á heimildarmyndinni Little Dieter needs to fly frá árinu 1997, en Herzog var einnig leikstjóri hennar. Í Rescue Dawn fá áhorfendur að kynnast sannri sögu flugmannsins Dieters Dengler, þýskættaðs Bandaríkjamanns, sem berst í Víetnamstríðinu á sjöunda áratugnum, en er skotinn niður af óvinum og tekinn til fanga. Hans bíður grimmileg vist í fangabúðum djúpt inni í frumskóginum ásamt öðrum bandarískum föngum þar sem þeir eru sveltir og pyntaðir. Dengler missir þó aldrei vonina og lífsviljann, heldur leggur á ráðin um að flýja úr búðunum. Dengler og samfangar hans hrinda flóttaáætlun sinni í framkvæmd, en þurfa í kjölfarið að lifa af ferðalag í gegnum óvæginn frumskóginn. Saga Denglers er sannarlega með merkilegri lífsafkomusögum síðari ára og því ekki undarlegt að hún þyki prýðilegt efni í kvikmynd. Jafnframt þarf fæstum að koma það mikið á óvart að leikstjórinn Werner Herzog hafi heillast af sögu hans, en Herzog hefur áður laðast að því að myndgera lífshlaup manna sem hafa óvenjuleg lífsviðhorf og takast á við náttúruna á beinan hátt. Þessi stef voru til að mynda einnig afar áberandi í heimildarmyndinni Grizzly Man frá árinu 2005, en þar notaðist Herzog við upptökur og viðtöl til þess að lýsa lífi og dauða bjarndýraáhugamannsins Timothy Trackwell, sem lifði sínu lífi að miklu leyti utan mannlegs samfélags. Rescue Dawn hefur víðast hvar erlendis fengið góða dóma í blöðum og öðrum fjölmiðlum. Hún fær einkunnina 90% á vefsíðunni www.rottentomatoes.com og 7,6 stig af tíu á vefsíðunni www.imdb.com. Herzog þykir koma raunalegri sögu hins kjarkaða Denglers vel til skila og ekki síst þykir Christian Bale standa sig vel í aðalhlutverki myndarinnar. Sýning myndarinnar í kvikmyndahúsum hér er því augljóslega fagnaðarefni fyrir aðdáendur þessara tveggja listamanna sem og allra sem njóta þess að sjá myndir um sigur mannsandans.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira