Benjamin fær frábæra dóma 27. nóvember 2008 06:30 Nýjasta mynd Davids Fincher og Brads Pitt verður frumsýnd vestanhafs um jólin. Nýjasta mynd Davids Fincher, The Curious Case of Benjamin Button, fær frábæra dóma á bandarísku kvikmyndasíðunum Variety.com og Hollywoodreporter.com. Myndin, sem skartar Brad Pitt í aðalhlutverki, verður frumsýnd um jólin vestanhafs en kemur hingað til lands í janúarlok. Hún er byggð á smásögu F. Scott Fitzgerald frá árinu 1921 og fjallar um mann sem fæðist gamall en yngist eftir því sem árin líða. „The Curious Case of Benjamin Button er virkilega gefandi upplifun sem er sögð af meiri dýpt en Hollywood er þekkt fyrir," segir í dómi Variety. „Þessi skrítna, sögulega frásögn af manni sem eldist aftur á bak er sögð á fullkominn og sígildan hátt þar sem nostrað er við hvert smáatriði. Myndin er bæði nógu aðgengileg og sérstæð til að ná almennum vinsældum, ef heppnin og tíðarandinn eru með í för." Gagnrýnandi Hollywood Reporter er einnig afar hrifinn og líkir myndinni við Forrest Gump rétt eins og gagnrýnandi Variety. Kemur það ekki á óvart enda er sami handritshöfundurinn á bak við þær báðar, Eric Roth. „Frábærlega vel gerð og vel leikin af Brad Pitt, sem sýnir þarna sína bestu frammistöðu til þessa," sagði í dómi Variety. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Nýjasta mynd Davids Fincher, The Curious Case of Benjamin Button, fær frábæra dóma á bandarísku kvikmyndasíðunum Variety.com og Hollywoodreporter.com. Myndin, sem skartar Brad Pitt í aðalhlutverki, verður frumsýnd um jólin vestanhafs en kemur hingað til lands í janúarlok. Hún er byggð á smásögu F. Scott Fitzgerald frá árinu 1921 og fjallar um mann sem fæðist gamall en yngist eftir því sem árin líða. „The Curious Case of Benjamin Button er virkilega gefandi upplifun sem er sögð af meiri dýpt en Hollywood er þekkt fyrir," segir í dómi Variety. „Þessi skrítna, sögulega frásögn af manni sem eldist aftur á bak er sögð á fullkominn og sígildan hátt þar sem nostrað er við hvert smáatriði. Myndin er bæði nógu aðgengileg og sérstæð til að ná almennum vinsældum, ef heppnin og tíðarandinn eru með í för." Gagnrýnandi Hollywood Reporter er einnig afar hrifinn og líkir myndinni við Forrest Gump rétt eins og gagnrýnandi Variety. Kemur það ekki á óvart enda er sami handritshöfundurinn á bak við þær báðar, Eric Roth. „Frábærlega vel gerð og vel leikin af Brad Pitt, sem sýnir þarna sína bestu frammistöðu til þessa," sagði í dómi Variety.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira