Formúla 1

Force India staðfestir ökumenn

Adrian Sutil og Giancarlo Fisichella verða áfram ökumenn Force India á næsta ári.
Adrian Sutil og Giancarlo Fisichella verða áfram ökumenn Force India á næsta ári. Mynd: Getty Images



Vijay Mallay hefur staðfest að Giancarlo Fisichella og Adrian Sutil verði áfram ökumenn Force India liðsins á næsta ári.

Miklar vangaveltur hafa verið um hvort einhver af þróunarökumönnum McLaren yrði ráðinn til Force India, þar sem liðið verður með McLaren undirvagn og Mercedes vél á næstar ári.

"Ég tel að næsta ári, sé ár tækifæranna fyrir Force India. Við verðum í samstarfi við McLaren og Mercedes og með nýja stjórnendur og eitt besta ökumanns-parið á ráslínunni", sagði Mallay.

"Vissulega tökum við ráðgjöf McLaren fegins hendi, en við verðum með þá ökumenn sem hafa verið hjá liðinu, Fisichella og Sutil. Þeir eru góð blanda reynslu og ákafa", sagði Mallay.

Sumum kappaksturs fræðingum þykir farið að síga á seinni hlutann hjá Fiisichella, sem missti starf sitt hjá Renault og ók hjá Force India í fyrra. Nú hefur hann tæki og tækifæri til að sanna sig á ný. McLaren ráðlagði Mallay að ráða Pedro de la Rosa eða Paul di Resta í starf Fisichella.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×