Hasarkóngur síðustu ára 4. september 2008 06:00 Með millinafnið hasar Jason Statham hefur stimplað sig inn sem hasarkóngur síðustu ára. Hann sést hér í Death Race. Jason Statham leikur aðalhlutverkið í Death Race sem frumsýnd verður hér á landi á morgun. Statham hefur á fáum árum gerst hasarkóngur kvikmyndanna og mætti líkja honum við Sylvester Stallone á sínu besta skeiði. En hver er þessi maður? Statham var einn helstu kafara Breta og lenti í tólfta sæti heimsmeistaramótsins 1992. Einnig starfaði hann sem fatamódel og sölumaður á svörtum markaði áður en hann gerðist leikari. Fyrsta hlutverk hans var í Lock, Stock and Two Smoking Barrels, 1998, en það fékk hann í gegnum fyrirsætustörf. Guy Ritchie var svo ánægður með okkar mann að hann ákvað að ráða Statham á ný í myndina Snatch. Eftir það fór heldur betur að vænkast hagur Stathams og á eftir fylgdi hver myndin á fætur annarri. Má þar nefna The One, Mean Machine, Transporter-myndirnar tvær, The Italian Job (2003), London, Rogue Assassin, The Bank Job og nú síðast Death Race. Áhættuleikari Statham er þekktur fyrir að sjá um áhættuatriðin sín sjálfur. Statham er meira en lítið fyrir spennumyndir og er Death Race því alveg hans tebolli. „Í henni eru heitar gellur og strákar sem eru strákar. Hvað meira þarf maður?“ Hann segir einnig í viðtali um myndina að hann hafi alltaf dreymt um að verða áhættuleikari. „Síðan ég var krakki hef ég verið að henda mér úr trjám og annað álíka klikkað. Svo datt ég inn í bardagaíþróttir, þannig að geta gert þetta allt í bíómyndum er algjör draumur fyrir mig.“ Það er hugsanlega ástæðan fyrir því að hann sér um eiginlega öll sín áhættuatriði sjálfur. Alvöru sprengingar Engar brellur í Death Race eru tölvugerðar. Death Race er fullkomið tækifæri fyrir Statham til að hegða sér háskalega en engar brellur myndarinnar, sem gengur að mestu út á það að sprengja upp bíla á sem frumlegastan máta, eru tölvuteiknaðar. Statham leikur Jensen Ames, ökuþór sem er læstur inni fyrir ógeðfelldan glæp sem hann framdi ekki. Í fangelsinu hefur nýr raunveruleikaþáttur slegið í gegn, Death Race. Reglurnar eru einfaldar. Það eru engar reglur. Annaðhvort vinnur þú kappaksturinn og öðlast frelsi, eða deyrð á hraðbrautinni. Myndin er frumsýnd á föstudaginn og er endurgerð Death Race 2000 frá 1975. kolbruns@frettabladid.is+ Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Jason Statham leikur aðalhlutverkið í Death Race sem frumsýnd verður hér á landi á morgun. Statham hefur á fáum árum gerst hasarkóngur kvikmyndanna og mætti líkja honum við Sylvester Stallone á sínu besta skeiði. En hver er þessi maður? Statham var einn helstu kafara Breta og lenti í tólfta sæti heimsmeistaramótsins 1992. Einnig starfaði hann sem fatamódel og sölumaður á svörtum markaði áður en hann gerðist leikari. Fyrsta hlutverk hans var í Lock, Stock and Two Smoking Barrels, 1998, en það fékk hann í gegnum fyrirsætustörf. Guy Ritchie var svo ánægður með okkar mann að hann ákvað að ráða Statham á ný í myndina Snatch. Eftir það fór heldur betur að vænkast hagur Stathams og á eftir fylgdi hver myndin á fætur annarri. Má þar nefna The One, Mean Machine, Transporter-myndirnar tvær, The Italian Job (2003), London, Rogue Assassin, The Bank Job og nú síðast Death Race. Áhættuleikari Statham er þekktur fyrir að sjá um áhættuatriðin sín sjálfur. Statham er meira en lítið fyrir spennumyndir og er Death Race því alveg hans tebolli. „Í henni eru heitar gellur og strákar sem eru strákar. Hvað meira þarf maður?“ Hann segir einnig í viðtali um myndina að hann hafi alltaf dreymt um að verða áhættuleikari. „Síðan ég var krakki hef ég verið að henda mér úr trjám og annað álíka klikkað. Svo datt ég inn í bardagaíþróttir, þannig að geta gert þetta allt í bíómyndum er algjör draumur fyrir mig.“ Það er hugsanlega ástæðan fyrir því að hann sér um eiginlega öll sín áhættuatriði sjálfur. Alvöru sprengingar Engar brellur í Death Race eru tölvugerðar. Death Race er fullkomið tækifæri fyrir Statham til að hegða sér háskalega en engar brellur myndarinnar, sem gengur að mestu út á það að sprengja upp bíla á sem frumlegastan máta, eru tölvuteiknaðar. Statham leikur Jensen Ames, ökuþór sem er læstur inni fyrir ógeðfelldan glæp sem hann framdi ekki. Í fangelsinu hefur nýr raunveruleikaþáttur slegið í gegn, Death Race. Reglurnar eru einfaldar. Það eru engar reglur. Annaðhvort vinnur þú kappaksturinn og öðlast frelsi, eða deyrð á hraðbrautinni. Myndin er frumsýnd á föstudaginn og er endurgerð Death Race 2000 frá 1975. kolbruns@frettabladid.is+
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira