Formúla 1

Hamilton æfir í finnskri vetrarhörku

Lewis Hamilton tekur á því í æfingasal, en hann dvelur í finnskum æfingabúðum næstu vikuna.
Lewis Hamilton tekur á því í æfingasal, en hann dvelur í finnskum æfingabúðum næstu vikuna. mynd: kappakstur.is
Lewis Hamilton og Hekki Kovalainen verða næstu 10 daga í sérstökum æfingabúðum í Finnlandi, til að koma þeim í rétta gírinn fyrir næsta keppnistímabil.

Þeir verða í æfingabúðum í Kourtane þar sem margar Olympíustjörnur hafa leitað ásjár í undirbúningi fyrir keppni og fjarri alfaraleið.

"Þessar æfingabúðir er nokkuð sem ég hlakka til á hverji ári. Þarna er enginn að trufla og það er ískuldi á staðnum og við verðum að æfa af kappi. Þessar æfingar auka styrkleika og þol. Þetta skiptir máli þegar um borð í bílanna er komið, sagði Hamilton.

Finnar eru þekktir fyrir saunaböð og að hlaupa beint út í snjó eða vakir á eftir. Kovalainein félagi Hamiltons mun öruggulega kenna honum finnska siðii.

"Við þurfum að vakna eldsnemma og taka á því, en æfingarbúðir af þessu tagi byggja mann upp fyrir árið. Við höfum ekki alltaf tíma til að æfa mikið þegar keppnistímaibilið hefst", sagði Kovalainen.

Hann mun vinna þróunarvinnu McLaren í desember, en Hamilton verður í fríi frá akstri fram yfir áramót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×