Klaatu til bjargar 11. desember 2008 04:30 Keanu Reeves leikur geimveruna Klaatu í kvikmyndinni The Day the Earth Stood Still sem verður heimsfrumsýnd hérlendis á morgun. Kvikmyndir um heimsendi og yfirvofandi eyðileggingu jarðar hafa ávallt verið vinsælt umfjöllunarefni í Hollywood. The Day the Earth Stood Still, sem verður heimsfrumsýnd á morgun, er einmitt boðberi válegra tíðinda. The Day the Earth Stood Still er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1951. Nýja myndin fjallar um virtan vísindamann (Jennifer Connelly) sem kemst í kynni við geimveruna Klaatu (Keanu Reeves) sem hefur ferðast til jarðar til að vara við hnattrænu vandamáli sem er yfirvofandi. Fyrri myndin fjallaði um getu mannsins til að tortíma sjálfum sér þar sem tilvísunin í eyðingarmátt kalda stríðsins var greinileg. Núna eru aftur á móti breyttir tímar þar sem almenningur þarf frekar að líta í eigin barm til að koma í veg fyrir eyðileggingu jarðar. „Með því að endurgera þessa mynd höfðum við tækifæri til að fanga þá hræðslu sem almenningur býr við í dag," sagði Keanu Reeves. „Lífshættir okkar gætu haft stórhættulegar afleiðingar fyrir plánetuna. Myndin fær okkur til að líta á samband okkar við náttúruna og hvernig áhrif við höfum á plánetuna." Myndir á borð við Independence Day og War of the Worlds segja frá árásum óvinveittra geimvera á jarðarbúa. Slíkar myndir hafa ávallt verið vinsælar í Hollywood þar sem litið hefur verið á vondu geimverurnar sem táknmynd kommúnismans. Hættan er því utanaðkomandi og erfitt fyrir almenning að hafa áhrif á gang mála, öfugt við hættuna við hlýnun jarðar. The Day the Earth Stood Still fetar því frekar í fótspor The Day After Tomorrow frá árinu 2004 sem fjallaði um svipað málefni. Einnig hefur heimildarmynd Als Gore, The Inconvenient Truth, tvímælalaust hjálpað The Day the Earth Stood Still og undirbúið áhorfendur fyrir þann umhverfisvæna boðskap sem hún hefur að geyma. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Kvikmyndir um heimsendi og yfirvofandi eyðileggingu jarðar hafa ávallt verið vinsælt umfjöllunarefni í Hollywood. The Day the Earth Stood Still, sem verður heimsfrumsýnd á morgun, er einmitt boðberi válegra tíðinda. The Day the Earth Stood Still er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1951. Nýja myndin fjallar um virtan vísindamann (Jennifer Connelly) sem kemst í kynni við geimveruna Klaatu (Keanu Reeves) sem hefur ferðast til jarðar til að vara við hnattrænu vandamáli sem er yfirvofandi. Fyrri myndin fjallaði um getu mannsins til að tortíma sjálfum sér þar sem tilvísunin í eyðingarmátt kalda stríðsins var greinileg. Núna eru aftur á móti breyttir tímar þar sem almenningur þarf frekar að líta í eigin barm til að koma í veg fyrir eyðileggingu jarðar. „Með því að endurgera þessa mynd höfðum við tækifæri til að fanga þá hræðslu sem almenningur býr við í dag," sagði Keanu Reeves. „Lífshættir okkar gætu haft stórhættulegar afleiðingar fyrir plánetuna. Myndin fær okkur til að líta á samband okkar við náttúruna og hvernig áhrif við höfum á plánetuna." Myndir á borð við Independence Day og War of the Worlds segja frá árásum óvinveittra geimvera á jarðarbúa. Slíkar myndir hafa ávallt verið vinsælar í Hollywood þar sem litið hefur verið á vondu geimverurnar sem táknmynd kommúnismans. Hættan er því utanaðkomandi og erfitt fyrir almenning að hafa áhrif á gang mála, öfugt við hættuna við hlýnun jarðar. The Day the Earth Stood Still fetar því frekar í fótspor The Day After Tomorrow frá árinu 2004 sem fjallaði um svipað málefni. Einnig hefur heimildarmynd Als Gore, The Inconvenient Truth, tvímælalaust hjálpað The Day the Earth Stood Still og undirbúið áhorfendur fyrir þann umhverfisvæna boðskap sem hún hefur að geyma.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira