Formúla 1

Kapphlaup um sæti hjá Honda

Sannkallað einvígi verður um ökumannssæti hjá Honda á næsta ári í nóvember. Honda tilkynnti í dag að Brasilíumaðurinn Lucas di Grassi komi til með að prófa bíl liðsins, en fyrr í vikunni var sagt frá því að Bruno Senna mun prófa bíl liðsins.

Báðir ökumenn eru Brasilíumenn og landar Rubens Barrichelllo sem virðist á góðri leið með að missa sæti sitt hjá liðinu. Ross Brawn framkvæmdarstjóri hefur ekki viljað endurráða hann, enn sem komið er.

Di Grassi hefur verið þróunarökumaður Renault í ár og keppti í GP 2 mótaröðinni. Hann og Senna er þegar komnir í herbúðir Honda til að læra inn á bílanna í ökuhermi, en sá þeirra sem stendur sig betur á æfingum 17.-19. nóvember hreppir trúlega hnossið, Barrichello til armæðu.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×