Matseðillinn til reiðu 28. nóvember 2008 06:00 „Við systkinin fengum þessa hugmynd í sumarfríinu áður en kreppan skall á af fullum þunga,“ segir Valgarð Sörensen en hann og systir hans, Linda Sörensen, eru að fara af stað með fyrirtæki sem útbýr þrenns konar heimilismatseðla sem fólk getur nálgast við inngang stærri matvöruverslana. „Þá erum við hlutlaus aðili innan verslana með þjónustu fyrir viðskiptavini þar sem við hönnum innkaupalista með uppskriftum að heimilismat fyrir venjulegt fólk,“ útskýrir Valgarð og nefnir að þau systkinin eigi bæði stórar fjölskyldur og þekki því af eigin raun hversu þægilegt er að hafa matseðilinn tilbúinn. „Flestir þekkja það að standa í búðinni og velta fyrir sér hvað eigi nú að kaupa í matinn og reyna að muna hvaða hráefni eru í uppskriftunum. Þá er mjög gott að hafa matseðilinn tilbúinn og einfaldan.“ Nýr matseðill verður gefinn út í hverri viku og útlitið breytist alltaf á heimilismatseðlinum þannig fólk sjái að það sé kominn nýr en hinir tveir breytast ekki í útliti. „Við erum í raun með þrenns konar seðla í hverri viku sem eru heimilisseðill, heilsuseðill og íslenskur seðill. Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans, hefur yfirumsjón með matseðlunum og gefur góð ráð. Hins vegar halda Ívar Guðmundsson og Arnar Grant utan um heilsuseðlana og koma með heilsuuppskriftir frá sér. Íslenski matseðillinn er síðan dæmigerð íslensk matreiðsla sem ungt fólk í dag var alið upp við og er hann í ódýrari kantinum,“ segir Valgarð áhugasamur. Á heimasíðunni matsedillinn.is safnast útgefnir seðlar inn og þar verður Margrét Sigfúsdóttir með einföld ráð í matreiðslu. Fyrstu heimilismatseðlunum verður hleypt af stokkunum á næstu dögum en matseðlarnir taka mið af því sem er að gerast í samfélaginu hverju sinni. „Í jólavikunni miðast matseðlarnir til dæmis við hátíðina,“ útskýrir Valgarð spenntur. hrefna@frettabladid.is Systkinin Valgarð og Linda Sörensen hafa hrundið af stað sniðugu verkefni þar sem þau útbúa heimilismatseðla með innkaupalistum og uppskriftum sem verða til taks í matvöruverslunum. fréttablaðið/GVA Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp
„Við systkinin fengum þessa hugmynd í sumarfríinu áður en kreppan skall á af fullum þunga,“ segir Valgarð Sörensen en hann og systir hans, Linda Sörensen, eru að fara af stað með fyrirtæki sem útbýr þrenns konar heimilismatseðla sem fólk getur nálgast við inngang stærri matvöruverslana. „Þá erum við hlutlaus aðili innan verslana með þjónustu fyrir viðskiptavini þar sem við hönnum innkaupalista með uppskriftum að heimilismat fyrir venjulegt fólk,“ útskýrir Valgarð og nefnir að þau systkinin eigi bæði stórar fjölskyldur og þekki því af eigin raun hversu þægilegt er að hafa matseðilinn tilbúinn. „Flestir þekkja það að standa í búðinni og velta fyrir sér hvað eigi nú að kaupa í matinn og reyna að muna hvaða hráefni eru í uppskriftunum. Þá er mjög gott að hafa matseðilinn tilbúinn og einfaldan.“ Nýr matseðill verður gefinn út í hverri viku og útlitið breytist alltaf á heimilismatseðlinum þannig fólk sjái að það sé kominn nýr en hinir tveir breytast ekki í útliti. „Við erum í raun með þrenns konar seðla í hverri viku sem eru heimilisseðill, heilsuseðill og íslenskur seðill. Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans, hefur yfirumsjón með matseðlunum og gefur góð ráð. Hins vegar halda Ívar Guðmundsson og Arnar Grant utan um heilsuseðlana og koma með heilsuuppskriftir frá sér. Íslenski matseðillinn er síðan dæmigerð íslensk matreiðsla sem ungt fólk í dag var alið upp við og er hann í ódýrari kantinum,“ segir Valgarð áhugasamur. Á heimasíðunni matsedillinn.is safnast útgefnir seðlar inn og þar verður Margrét Sigfúsdóttir með einföld ráð í matreiðslu. Fyrstu heimilismatseðlunum verður hleypt af stokkunum á næstu dögum en matseðlarnir taka mið af því sem er að gerast í samfélaginu hverju sinni. „Í jólavikunni miðast matseðlarnir til dæmis við hátíðina,“ útskýrir Valgarð spenntur. hrefna@frettabladid.is Systkinin Valgarð og Linda Sörensen hafa hrundið af stað sniðugu verkefni þar sem þau útbúa heimilismatseðla með innkaupalistum og uppskriftum sem verða til taks í matvöruverslunum. fréttablaðið/GVA
Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning