Sato vill sæti Rauða Tuddans 19. nóvember 2008 16:41 Takuma Sato hefur æft með Torro Rosso í Barcelona og langar um borð í Rauða Tuddann eins og liðið heitir á góðri íslensku. mynd: Getty Images Japaninn Takuma Sato dreymir um að hann fái sæti hjá Torro Rosso liðinu eftir vel heppnaðar æfingar í Barcelona. Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma, en Sato vill einmitt verða arftaki hans, en hann er búinn að færa sig um set. Torro Rosso, eða liðið sem heitir á góðri íslensku Rauði Tuddinn leitar ökumanns í stað Sebastian Vettel og enn er óljóst hvort Sebastian Bourdais heldur sæti sínu. Sebastian Buemi frá Sviss hefur einnig prófað Torro Rosso bílinn og er því búið að vera þriggja manna kapphlaup um tvö sæti 2009. Bourdais var fljótari en Buemi í gær og í dag, en munurinn var 0.2-0.3 sekúndur og á það að líta að Bourdais er vanari bílnum. "Það væri draumur minn að ég fengi sætið, en ef ég þarfa að borga fyrir það, þá hugnast mér það ekki. Kannski get ég komið með auglýsingar með í púkkið", sagði Sato sem náði besta tíma á æfingum í gær. "Eins og staðan er núna veit ég ekkert hvort ég fæ sætið. Ég hef gert allt sem ég get um borð í bílnum og það er liðsins að ákveða hver hreppir hnossið. Mér gekk vel og vann vel með tæknimönnum liðsins. Núna bíð ég bara frétta", sagði Sato. Hann ók með Super Aguri liðinu, sem lagði upp laupanna vegna fjárskorts og Torro Rosso er eina liðið með opið sæti fyrir hann. Honda hefur ekki sýnt honum áhuga, þó hann hafi verið þróunarökumaður þar um tíma og að hann sé japanskur eins og Honda. Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Fleiri fréttir Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Japaninn Takuma Sato dreymir um að hann fái sæti hjá Torro Rosso liðinu eftir vel heppnaðar æfingar í Barcelona. Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma, en Sato vill einmitt verða arftaki hans, en hann er búinn að færa sig um set. Torro Rosso, eða liðið sem heitir á góðri íslensku Rauði Tuddinn leitar ökumanns í stað Sebastian Vettel og enn er óljóst hvort Sebastian Bourdais heldur sæti sínu. Sebastian Buemi frá Sviss hefur einnig prófað Torro Rosso bílinn og er því búið að vera þriggja manna kapphlaup um tvö sæti 2009. Bourdais var fljótari en Buemi í gær og í dag, en munurinn var 0.2-0.3 sekúndur og á það að líta að Bourdais er vanari bílnum. "Það væri draumur minn að ég fengi sætið, en ef ég þarfa að borga fyrir það, þá hugnast mér það ekki. Kannski get ég komið með auglýsingar með í púkkið", sagði Sato sem náði besta tíma á æfingum í gær. "Eins og staðan er núna veit ég ekkert hvort ég fæ sætið. Ég hef gert allt sem ég get um borð í bílnum og það er liðsins að ákveða hver hreppir hnossið. Mér gekk vel og vann vel með tæknimönnum liðsins. Núna bíð ég bara frétta", sagði Sato. Hann ók með Super Aguri liðinu, sem lagði upp laupanna vegna fjárskorts og Torro Rosso er eina liðið með opið sæti fyrir hann. Honda hefur ekki sýnt honum áhuga, þó hann hafi verið þróunarökumaður þar um tíma og að hann sé japanskur eins og Honda.
Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Fleiri fréttir Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti