Massa ánægður með stöðuna, Hamilton vígareifur 31. október 2008 20:24 Felipe Massa með töffaragleraugu og tilbúinn í titilslag um helgina. mynd: kappakstur.is Felipe Massa varð í öðru sæti á seinni æfingu keppnisliða í dag, en Lewis Hamilton níundi. Sálfræðin hefur sitt að segja í yfirlýsingum beggja kappa og Hamilton ekki á því að draga úr þó honum hafi raunverulega ekki gengið vel. Hann er ánægður með bílinn. Hamilton var í basli með bílinn á miðkafla brautarinnar og læsti bremsum hvað eftir annað. "Bíllinn var eldfljótur, þrátt fyrir kuldann. Brautin var hál og við einbeittum okkur mest að þolakstri fyrir kappaksturinn, ekki spretthörku. Ég skemmdi dekkinn í tvígang, en tel að breyting sem við gerðum á bílnum muni bæta gengi okkar á morgun", sagði Hamilton. Massa var frísklegri en Hamilton eftir æfinguna, eftir að hafa misst besta tíma til Fernando Alonso. "Þetta er frábær byrjun á helginni. Bíllinn er mjög öflugur og við erum fljótir. Í síðasta móti var Hamilton fljótastur á föstudegi og vann mótið. Kannski leggur þetta línurnar fyrir helgina", sagði Massa. "Okkur gekk vel að stilla bílnum upp fyrir brautina, en kannski McLaren geti bætt sig. Það þarf margt að ganga upp svo ég verði meistari. Ég þarf á því að halda að BMW og Renault verði öflugir og blandi sér í toppslaginn, eins og Alonso gerði í dag", sagði Massa. Þriðja æfingin á Interlagos brautinni verður á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 12.55 á laugardag og tímatakan í opinni útsendingu kl. 15.45. Sjá meðaltal í tímatökum og brautarlýsingu Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Felipe Massa varð í öðru sæti á seinni æfingu keppnisliða í dag, en Lewis Hamilton níundi. Sálfræðin hefur sitt að segja í yfirlýsingum beggja kappa og Hamilton ekki á því að draga úr þó honum hafi raunverulega ekki gengið vel. Hann er ánægður með bílinn. Hamilton var í basli með bílinn á miðkafla brautarinnar og læsti bremsum hvað eftir annað. "Bíllinn var eldfljótur, þrátt fyrir kuldann. Brautin var hál og við einbeittum okkur mest að þolakstri fyrir kappaksturinn, ekki spretthörku. Ég skemmdi dekkinn í tvígang, en tel að breyting sem við gerðum á bílnum muni bæta gengi okkar á morgun", sagði Hamilton. Massa var frísklegri en Hamilton eftir æfinguna, eftir að hafa misst besta tíma til Fernando Alonso. "Þetta er frábær byrjun á helginni. Bíllinn er mjög öflugur og við erum fljótir. Í síðasta móti var Hamilton fljótastur á föstudegi og vann mótið. Kannski leggur þetta línurnar fyrir helgina", sagði Massa. "Okkur gekk vel að stilla bílnum upp fyrir brautina, en kannski McLaren geti bætt sig. Það þarf margt að ganga upp svo ég verði meistari. Ég þarf á því að halda að BMW og Renault verði öflugir og blandi sér í toppslaginn, eins og Alonso gerði í dag", sagði Massa. Þriðja æfingin á Interlagos brautinni verður á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 12.55 á laugardag og tímatakan í opinni útsendingu kl. 15.45. Sjá meðaltal í tímatökum og brautarlýsingu
Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira