Dark Knight slær öll aðsóknarmet 29. júlí 2008 06:00 The Dark Knight hefur slegið öll aðsóknarmet á Íslandi, en 25.000 manns hafa séð myndina frá því hún var frumsýnd 23. júlí síðastliðinn og aldrei hafa selst jafnmargir miðar í forsölu. „Við vorum einmitt að fá póst frá Warner Brothers þar sem þeir óska okkur til hamingju með þennan árangur,“ segir Sigurður Victor Chelbat, markaðsstjóri SamFilm, sem sér um dreifingu kvikmyndarinnar The Dark Knight, en myndin hefur slegið öll aðsóknarmet á Íslandi síðan hún var frumsýnd 23. júlí síðastliðinn. „Við vorum með háleit markmið, en þetta er mun meira en við bjuggumst við. Tæplega 25.000 manns hafa séð myndina frá því að hún var frumsýnd. Það jafngildir því að átta prósent þjóðarinnar hafi ákveðið að fara í bíó þrátt fyrir að 25. júlí hafi verið heitasti dagur sumarsins,“ segir Sigurður. „Það sem gerir þetta met enn merkilegra er að þetta er fyrsta kvikmyndin á Íslandi sem nær þeim merka áfanga að vera aðsóknarmesta mynd ársins sem ekki er frumsýnd í kringum jól eða aðrar hátíðir. Aðspurður segir hann margt spila inn í velgengni myndarinnar. „Sorglegt fráfall Heaths Ledger og góðar viðtökur myndarinnar vestanhafs hafa sitt að segja, en ekki síst hvað það spyrst út á meðal fólks hversu góð myndin er. Það er alltaf löng röð í miðasölunni og menn mæta jafnvel málaðir í framan eins og jókerinn,“ segir Sigurður að lokum. Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
„Við vorum einmitt að fá póst frá Warner Brothers þar sem þeir óska okkur til hamingju með þennan árangur,“ segir Sigurður Victor Chelbat, markaðsstjóri SamFilm, sem sér um dreifingu kvikmyndarinnar The Dark Knight, en myndin hefur slegið öll aðsóknarmet á Íslandi síðan hún var frumsýnd 23. júlí síðastliðinn. „Við vorum með háleit markmið, en þetta er mun meira en við bjuggumst við. Tæplega 25.000 manns hafa séð myndina frá því að hún var frumsýnd. Það jafngildir því að átta prósent þjóðarinnar hafi ákveðið að fara í bíó þrátt fyrir að 25. júlí hafi verið heitasti dagur sumarsins,“ segir Sigurður. „Það sem gerir þetta met enn merkilegra er að þetta er fyrsta kvikmyndin á Íslandi sem nær þeim merka áfanga að vera aðsóknarmesta mynd ársins sem ekki er frumsýnd í kringum jól eða aðrar hátíðir. Aðspurður segir hann margt spila inn í velgengni myndarinnar. „Sorglegt fráfall Heaths Ledger og góðar viðtökur myndarinnar vestanhafs hafa sitt að segja, en ekki síst hvað það spyrst út á meðal fólks hversu góð myndin er. Það er alltaf löng röð í miðasölunni og menn mæta jafnvel málaðir í framan eins og jókerinn,“ segir Sigurður að lokum.
Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira