Engin illindi á milli Ferrari og McLaren 14. október 2008 07:41 Stefano Domenicali vill góðan anda milli keppnisliða, ólíkt forvera sínum sem þótti oft harður í horn að taka. Mynd: Getty Images Þrátt fyrir árekstur Lewis Hamilton og Felipe Massa í Japan um síðustu helgi og orrahríð síðustu ára á milli liðanna, þá eru engin illindi milli starfsmanna liðanna. Svo segir Stefando Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari. "Við berjumst á brautinni, eins og lög gera ráð fyrir. Liðin bera virðingu fyrir hvort öðru, en það er mismunandi andi á milli einstakra liða", segir Domenicali. Hann hefur annað yfirbragð en Jean Todt, fyrrum framkvæmdarstjóri sem ól stundum á því að pirra Ron Dennis hjá McLaren gegnum fjölmiðla. Dennis er ósáttur að Lewis Hamilton fékk refsingu fyrir brot í fyrstu beygju. En Domenicali er sammála dómnum. "Hamilton var mjög ágengur í fyrstu beygjunni og þvingaði aðra ökumenn út úr aksturslínunni, þar á meðal báða ökumenn okkar. Massa var svo grimmur á móti skömmu seinna og var dæmdur fyrir það. " Domenicali telur að harður slagur sé framundan í mótinu í Kína um næstu helgi. "Það er slagur þriggja liða framundan. Okkar, McLaren og BMW. Robert Kubicar er kominn á skrið aftur. Við verðum að halda vöku okkar í mótunum sem eftir eru. Það þurfa allir að stilla strengi sína. Ökumenn og tæknimenn þurfa að vera vel undirbúnir, andlega og líkamlega. Það verður háspena í Sjanghæ", sagði Domenicali. Kepp verður á Sjanghæ brautinni í Kína um næstu helgi og í fyrra klúðraði Lewis Hamilton möguleika sínum á því að vinna titilinn í mótinu. Hann færði svo Kimi Raikkönen og Ferrari titilinn á silfurfati í lok mótsins í Brasilíu. Raikkönen varð meistari með eins stigs mun. Sjá brautarlýsingu fyrir Kína Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þrátt fyrir árekstur Lewis Hamilton og Felipe Massa í Japan um síðustu helgi og orrahríð síðustu ára á milli liðanna, þá eru engin illindi milli starfsmanna liðanna. Svo segir Stefando Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari. "Við berjumst á brautinni, eins og lög gera ráð fyrir. Liðin bera virðingu fyrir hvort öðru, en það er mismunandi andi á milli einstakra liða", segir Domenicali. Hann hefur annað yfirbragð en Jean Todt, fyrrum framkvæmdarstjóri sem ól stundum á því að pirra Ron Dennis hjá McLaren gegnum fjölmiðla. Dennis er ósáttur að Lewis Hamilton fékk refsingu fyrir brot í fyrstu beygju. En Domenicali er sammála dómnum. "Hamilton var mjög ágengur í fyrstu beygjunni og þvingaði aðra ökumenn út úr aksturslínunni, þar á meðal báða ökumenn okkar. Massa var svo grimmur á móti skömmu seinna og var dæmdur fyrir það. " Domenicali telur að harður slagur sé framundan í mótinu í Kína um næstu helgi. "Það er slagur þriggja liða framundan. Okkar, McLaren og BMW. Robert Kubicar er kominn á skrið aftur. Við verðum að halda vöku okkar í mótunum sem eftir eru. Það þurfa allir að stilla strengi sína. Ökumenn og tæknimenn þurfa að vera vel undirbúnir, andlega og líkamlega. Það verður háspena í Sjanghæ", sagði Domenicali. Kepp verður á Sjanghæ brautinni í Kína um næstu helgi og í fyrra klúðraði Lewis Hamilton möguleika sínum á því að vinna titilinn í mótinu. Hann færði svo Kimi Raikkönen og Ferrari titilinn á silfurfati í lok mótsins í Brasilíu. Raikkönen varð meistari með eins stigs mun. Sjá brautarlýsingu fyrir Kína
Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira