Mynd á 72 tímum 18. september 2008 05:00 Sylvain Lavigne skipuleggjandi hjá Grettir Kabarett er á leiðinni til Íslands vegna nýrrar stuttmyndasamkeppni. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem stendur yfir 25. september til 5. október, í samstarfi við alþjóðlega listahópinn Grettir Kabarett, býður nú öllum landsmönnum að búa til sína eigin stuttmynd sem verður sýnd í tengslum við hátíðina. Kvikmyndagerðarmennirnir hafa einungis 72 klukkustundir til stefnu til að fullklára myndir sínar. Um þrjátíu manns koma að utan frá listahópnum Kabarett, þar á meðal skipuleggjandinn Sylvain Lavigne, til að taka þátt í verkefninu. Hópurinn kom á kvikmyndahátíðina í fyrra og fékk fjölda Íslendinga til liðs við sig. Þær myndir sem þá voru unnar hafa verið sýndar víða um heim, meðal annars í Montreal í Kanada. Fyrsti fræðslufundur listahópsins verður haldin í Hressingarskálanum 27. september kl. 9, þar sem farið verður yfir verkefnið með þátttakendum og öðrum áhugasömum. Upptökutímabilin verða þrjú rétt eins og sýningarkvöldin, þar sem afrakstur verkefnanna verður sýndur á Grand Rokk. Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem stendur yfir 25. september til 5. október, í samstarfi við alþjóðlega listahópinn Grettir Kabarett, býður nú öllum landsmönnum að búa til sína eigin stuttmynd sem verður sýnd í tengslum við hátíðina. Kvikmyndagerðarmennirnir hafa einungis 72 klukkustundir til stefnu til að fullklára myndir sínar. Um þrjátíu manns koma að utan frá listahópnum Kabarett, þar á meðal skipuleggjandinn Sylvain Lavigne, til að taka þátt í verkefninu. Hópurinn kom á kvikmyndahátíðina í fyrra og fékk fjölda Íslendinga til liðs við sig. Þær myndir sem þá voru unnar hafa verið sýndar víða um heim, meðal annars í Montreal í Kanada. Fyrsti fræðslufundur listahópsins verður haldin í Hressingarskálanum 27. september kl. 9, þar sem farið verður yfir verkefnið með þátttakendum og öðrum áhugasömum. Upptökutímabilin verða þrjú rétt eins og sýningarkvöldin, þar sem afrakstur verkefnanna verður sýndur á Grand Rokk.
Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira