Sony býst við minni hagnaði 23. október 2008 09:31 Hamingjusamir viðskiptavinir í Tókýó með leikjatölvuna PlayStation 3. Mynd/AP Japanski hátækniframleiðandinn Sony reiknar með rúmlega helmingi minni hagnaði á árinu en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Sterkt jen, samdráttur og verðstríð við helstu keppinauta skýra niðurfærsluna. Samkvæmt nýbirtum áætlunum er reiknað með því að rekstrarhagnaður verði 200 milljarðar jena, jafnvirði 240 milljarða íslenskra króna, á yfirstandandi rekstrarári, sem lýkur í mars á næsta ári. Þá er reiknað með því að heildarhagnaður ársins nemi 150 milljörðum jena í stað 240. Fyrri spá hljóðaði upp á 470 milljarða jena. Erfitt rekstrarumhverfi hefur þegar sett strik í bækur Sony en fyrirtækið hagnaðist um 21 milljarð jena á þriðja ársfjórðungi samanborið við 73,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Sony er ekki eitt á báti en mikil styrking jensins gagnvart helstu gjaldmiðlum og og samdráttur í helstu viðskiptalöndum Japans hefur komið niður á japönskum útflutningsfyrirtækjum. Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Japanski hátækniframleiðandinn Sony reiknar með rúmlega helmingi minni hagnaði á árinu en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Sterkt jen, samdráttur og verðstríð við helstu keppinauta skýra niðurfærsluna. Samkvæmt nýbirtum áætlunum er reiknað með því að rekstrarhagnaður verði 200 milljarðar jena, jafnvirði 240 milljarða íslenskra króna, á yfirstandandi rekstrarári, sem lýkur í mars á næsta ári. Þá er reiknað með því að heildarhagnaður ársins nemi 150 milljörðum jena í stað 240. Fyrri spá hljóðaði upp á 470 milljarða jena. Erfitt rekstrarumhverfi hefur þegar sett strik í bækur Sony en fyrirtækið hagnaðist um 21 milljarð jena á þriðja ársfjórðungi samanborið við 73,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Sony er ekki eitt á báti en mikil styrking jensins gagnvart helstu gjaldmiðlum og og samdráttur í helstu viðskiptalöndum Japans hefur komið niður á japönskum útflutningsfyrirtækjum.
Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira