Massa lærði mikið af Schumacher 23. október 2008 16:03 Felipe Massa hefur notið stuðnings Michael Schumacher og þeim er vel til vina. mynd: kappakstur.is Brasilíumaðurinn Felipe Massa á möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1 þegar hann keppir á heimavelli um aðra helgi. Á fyrsta ári í Formúlu 1 þótti hann vilttur ökumaður en hann segist hafa lært mikið af læriföður sínum Michael Schumacher. "Ég lærði mest á árinum með Schumacher. Byrjaði sem þróunar og varaökumaður með Schumacher og Rubens Barrichello. Þá lærði ég að skynja þarfir toppökumanna. Ég var eins og nemi í kennslustund hjá Schumacher sem var prófessorinn minn", sagði Massa á fundi með fréttamönnum um mótið á heimavelli hans. "Ég lærði að hafa munninn fyrir neðan nefið og aka af yfirvegun. Ég reyndi samt aldrei að vera betri en hann til að sanna mig. Hann var í sérflokki og ég bara beið míns tíma. Ég var alveg sáttur við þá stöðu þegar ég byrjaði að keppa með honum í stað Barrichello." Massa er sjö stigum á eftir Lewis Hamilton í keppni ökumanna og verður að vinna á heimavelli til að eiga bestu möguleika á titilinum og þá verður Hamilton að falla úr leik, eða ná ekki ofar en sjötta sæti. "Það er gaman að geta keppt um titilinn og það á heimavelli. Það verður spennandi viðureign", sagði Massa. Fjölskylda hans og eiginkona mæta á öll mót og faðir Massa hefur fylgt honum hvert fótmál í kappakstri frá unga aldri. Sjá brautina í Brasilíu Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Brasilíumaðurinn Felipe Massa á möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1 þegar hann keppir á heimavelli um aðra helgi. Á fyrsta ári í Formúlu 1 þótti hann vilttur ökumaður en hann segist hafa lært mikið af læriföður sínum Michael Schumacher. "Ég lærði mest á árinum með Schumacher. Byrjaði sem þróunar og varaökumaður með Schumacher og Rubens Barrichello. Þá lærði ég að skynja þarfir toppökumanna. Ég var eins og nemi í kennslustund hjá Schumacher sem var prófessorinn minn", sagði Massa á fundi með fréttamönnum um mótið á heimavelli hans. "Ég lærði að hafa munninn fyrir neðan nefið og aka af yfirvegun. Ég reyndi samt aldrei að vera betri en hann til að sanna mig. Hann var í sérflokki og ég bara beið míns tíma. Ég var alveg sáttur við þá stöðu þegar ég byrjaði að keppa með honum í stað Barrichello." Massa er sjö stigum á eftir Lewis Hamilton í keppni ökumanna og verður að vinna á heimavelli til að eiga bestu möguleika á titilinum og þá verður Hamilton að falla úr leik, eða ná ekki ofar en sjötta sæti. "Það er gaman að geta keppt um titilinn og það á heimavelli. Það verður spennandi viðureign", sagði Massa. Fjölskylda hans og eiginkona mæta á öll mót og faðir Massa hefur fylgt honum hvert fótmál í kappakstri frá unga aldri. Sjá brautina í Brasilíu
Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira